Sjálboðaliði ársins 2022: Karl Jóhannsson. Mynd/seht@golf.is
Auglýsing

Karl Jóhannsson frá Golfklúbbi Reykjavíkur er sjálfboðaliði ársins 2022 hjá Golfsambandi Íslands. Karl fékk viðurkenningu þess efnis á formannafundi Golfsambands Íslands sem fram fór laugardaginn 12. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er í 9. sinn sem þessi viðurkenning er afhent hjá Golfsambandi Íslands.

Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, sagði eftirfarandi þegar sjálfboðaliði ársins var heiðraður á formannafundinum.

„Að starfa fyrir íþróttafélag sem sjálfboðaliði er alla jafna gefandi og skemmtilegt.
Karl Jóhannsson hlýtur í dag viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands fyrir árið 2022.

Karl sá tækifæri til að bæta og gera félagsstarf eldri kylfinga öflugra hjá Golfklúbbi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og hefur haldið því áfram. Þannig hefur hann haft áhrif á golfiðkun eldri kylfinga allan ársins hring og starfið vex og dafnar.

Eldri kylfingar eru duglegir að mæta og taka þátt í golfmótum á sumrin á vegum Kalla. Auk þess hefur hann skipulagt innipútt og verið með bingó einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.

Auk þess hefur Karl unnið ýmis önnur sjálfboðaliðsstörf fyrir GR allt frá árinu 1965. Hann var formaður GR 1983-1985 auk þess sem hann hef gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, verið alls 10 ára í stjórn, og starfað við undirbúning og framkvæmd ýmissa viðburða og verið viðriðinn uppbyggingu klúbbsins til fjölda ára.

Golfsamband Íslands vill þakka Karli fyrir óeigingjarnt starf í þágu golfíþróttarinnar á Íslandi og óskar honum til hamingju með tilnefninguna að vera sjálfboðaliði ársins hjá golfsambandinu.“

Sjálfboðaliðar ársins frá upphafi:

2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir, GB
2015: Viktor Elvar Viktorsson, GL
2016: Guðmundur E. Lárusson. GA
2017: Már Sveinbjörnsson, GK
2018: Reynir Pétursson, GÍ
2019: Helgi Örn Viggósson, GR
2020: Þorkell Helgason, NK
2021: Árný Lilja Árnadóttir, GSS
2022: Karl Jóhansson, GR.

<strong>Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands og Karl Jóhansson Myndsethgolfis<strong>
<strong>Karl Jóhannsson ávarpaði fundinn og sagði frá skemmtilegri sögur úr félagsstarfi GR Myndsethgolfis<strong>
<strong>Sjálboðaliði ársins 2022 Karl Jóhannsson Myndsehtgolfis<strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ