Gregor Brodie og Ólafur B. Loftsson hafa tilkynnt hvaða leikmenn muni skipa landslið Íslands sem taka þátt á Evrópumeistaramótum í liðakeppni sem fram fara 9.-12. september næstkomandi.
Landslið Íslands eru skipuð áhugakylfingum og leika lið kvenna og karla bæði í efstu deild.
Karlalandslið Íslands
Aron Snær Júlíusson, GKG
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Hákon Örn Magnússon, GR
Kristófer Karl Karlsson, GM
Leikið verður í Hollandi.
Kvennalandslið Íslands
Andrea Bergsdóttir, GKG
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Saga Traustadóttir, GR
Leikið verður í Svíþjóð.
- Birt með fyrirvara um breytingar.
Afreksnefnd GSÍ
Kvennalandsliðið er skipað sömu leikmönnum og í fyrra en Hákon Örn og Kristófer Karl eru nýliðar í karlalandsliðinu. Aðeins 4 leikmenn eru valdir í liðin að þessu sinni en vanalega eru þeir 6. Í holukeppninni á EM er leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningar.