/

Deildu:

Auglýsing

Snjókoma setti keppnishaldið úr skorðum á EM klúbbaliða í Búlgaríu og var ekki hægt að ljúka keppni. Aðeins ein umferð af alls þremur var leikinn og endaði Keilir í 3.-4. sæti á -1 samtals.

Axel Bóasson lék fyrsta hringinn á höggi undir pari, Gísli Sveinbergsson var á pari vallar og Henning Darri Þórðarson lék á +6 en tvö bestu skorin telja.

Gríðarleg úrkoma var á fyrsta keppnisdeginum og snjókoman tók síðan við.

Parco di Roma frá Ítalíu og Clube de Golfe de Vilamoura frá Portúgal deildu efsta sætinu á -6 samtals en Kelir var þar á eftir ásamt Keerbergen GC frá Þýskalandi.

Lokastaða

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ