Site icon Golfsamband Íslands

Katlavöllur – Golfklúbbur Húsavíkur er einn elsti golfklúbbur landsins

Golfklúbbur Húsavíkur var stofnaður árið 1967 og er því einn af elstu golfklúbbum landsins.

Á fyrstu árum GH hófust félagsmenn handa við að koma sér upp aðstöðu við Þorvaldsstaði og uppbygging Katlavallar hófst í kjölfarið.

Sumarið 1971 var formlega tekinn í notkun 9 holu völlur en sænskur golfvallaarkitekt, Skjöld að nafni, gerði frumdrátt að skipulagi vallarins og var stuðst við teikningar hans í framhaldinu. Sumarið 1975 var farið að leika Katlavöll samkvæmt núverandi skipulagi. Nýtt klúbbhús var reist árið 1977 og er útsýnið úr golfskálanum gríðarlega gott.

Sérstaða Katlavallar er mikið landslag en hann er hæðóttur og nokkuð þungur á fótinn. Mikið er um berjalyng utan brauta en lúpínan hefur tekið þar völdin á undanförnum árum.

Þorvaldsstaðaá rennur í gegnum völlinn og kemur við sögu á alls sex brautum vallarins. Gróður setur mikinn svip á Katlavöll og hafa félagsmenn lagt mikla vinnu í að gera völlinn enn fallegri og skemmtilegri.

Exit mobile version