Það er ljóst hvaða klúbbar leika til úrslita í kvenna – og karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba 2016. Golfklúbburinn Keilir leikur til úrslita á báðum vígstöðvum en Keilir varð tvöfaldur meistari síðast árið 2014. Alls hefur Keilir fagnað tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba fimm sinnum (1989, 1992, 1995, 2008, 2014)
Í kvennaflokki mætast eins og áður segir Keilir og GR en liðin leika á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar. Úrslitaleikurinn hefst um kl. 10 og má gera ráð fyrir að úrslitin ráðist um kl. 15. GR er sigursælasti klúbburinn í þessari keppni með 17 titla en GR hefur titil að verja frá því fyrra. GK kemur þar næst í röðinni með 13 titla.
Í karlaflokki mætast GKG og Keilir í úrslitum um Íslandsmeistaratitil golfklúbba árið 2016 á Korpúlfsstaðavell. GKG hefur fjórum sinnum sigrað í þessari keppni en Keilir er næst sigursælasti klúbburinn með 13 titla á eftir GR sem er með 24 titla.
Úrslitaleikur GKG og Keilis hefst um 8.40 og má gera ráð fyrir að úrslitin ráðist um kl. 13.30.
GK og GR leika til úrslita:
GOS og GL leika til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild að ári.
GKG og GK leika til úrslita um titilinn.
GL og GFB/GHD leika til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild.
GN og GÍ leika til úrslita um titilinn en eru örugg með sæti í 2. deild.
GO og GSM fara upp um deild:
1. deild karla fer fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og 1. deild kvenna fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR er sigursælasti klúbburinn í karlaflokki með 24 titla og einnig í kvennaflokki með 17 titla.
Fjöldi titla í karlaflokki:
Golfklúbbur Reykjavíkur (24)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)
Fjöldi titla í kvennaflokki:
Golfklúbbur Reykjavíkur (17)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbburinn Kjölur (3)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)
Í karlaflokki hafði Golfklúbbur Mosfellsbæjar titil að verja en GM sigraði í fyrsta sinn í sögu klúbbsins í fyrra þegar keppnin fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þar lék GM til úrslita gegn GKG.
Í kvennaflokki hefur Golklúbbur Reykjavíkur titil að verja en GR hafði betur gegn GK í úrslitaleik á Hólmsvelli í Leiru.