Verðlaunagripurinn á Íslandsmóti golfklúbba GSÍ 1. deild karla. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Það er ljóst hvaða klúbbar leika til úrslita í kvenna – og karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba 2016. Golfklúbburinn Keilir leikur til úrslita á báðum vígstöðvum en Keilir varð tvöfaldur meistari síðast árið 2014. Alls hefur Keilir fagnað tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba fimm sinnum (1989, 1992, 1995, 2008, 2014)

Í kvennaflokki mætast eins og áður segir Keilir og GR en liðin leika á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar. Úrslitaleikurinn hefst um kl. 10 og má gera ráð fyrir að úrslitin ráðist um kl. 15. GR er sigursælasti klúbburinn í þessari keppni með 17 titla en GR hefur titil að verja frá því fyrra. GK kemur þar næst í röðinni með 13 titla.

Í karlaflokki mætast GKG og Keilir í úrslitum um Íslandsmeistaratitil golfklúbba árið 2016 á Korpúlfsstaðavell. GKG hefur fjórum sinnum sigrað í þessari keppni en Keilir er næst sigursælasti klúbburinn með 13 titla á eftir GR sem er með 24 titla.

Úrslitaleikur GKG og Keilis hefst um 8.40 og má gera ráð fyrir að úrslitin ráðist um kl. 13.30.

  1. deild kvenna – öll úrslit og leikir:

GK og GR leika til úrslita:

  1. deild kvenna – öll úrslit og leikir:

GOS og GL leika til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild að ári.

  1. deild karla – öll úrslit og leikir:

GKG og GK leika til úrslita um titilinn.

  1. deild karla – öll úrslit og leikir:

GL og GFB/GHD leika til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild.

  1. deild karla – öll úrslit og leikir:

GN og leika til úrslita um titilinn en eru örugg með sæti í 2. deild.

  1. deild karla – öll úrslit og leikir:

GO og GSM fara upp um deild:

1. deild karla fer fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og 1. deild kvenna fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR er sigursælasti klúbburinn í karlaflokki með 24 titla og einnig í kvennaflokki með 17 titla.


Fjöldi titla í karlaflokki:

Golfklúbbur Reykjavíkur (24)

Golfklúbburinn Keilir (13)

Golfklúbbur Akureyrar (8)

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4)

Golfklúbbur Suðurnesja (3)

Golfklúbburinn Kjölur (2)

Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)


Fjöldi titla í kvennaflokki:

Golfklúbbur Reykjavíkur (17)

Golfklúbburinn Keilir (13)

Golfklúbburinn Kjölur (3)

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)


Í karlaflokki hafði Golfklúbbur Mosfellsbæjar titil að verja en GM sigraði í fyrsta sinn í sögu klúbbsins í fyrra þegar keppnin fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þar lék GM til úrslita gegn GKG.

Í kvennaflokki hefur Golklúbbur Reykjavíkur titil að verja en GR hafði betur gegn GK í úrslitaleik á Hólmsvelli í Leiru.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ