Sex kylfingar frá Íslandi hefja keppni í dag á Evolve Spanish Junior Championship, sem er hluti af WJGTS mótaröðinni. Keppnisrétt hafa kylfingar 19 ára og yngri, mótið fer fram á Bonmont vellinu í Tarragona á Spáni. Alls verða leiknir eru þrír hringir á mótinu og má finna upplýsingar um rástíma og fl hér. Keppendur sem eru hluti af afrekshópi GSÍ voru styrktir af sambandinu til ferðarinnar. Hægt er að fylgjast með skori keppenda hér.
Eftirfarandi kylfingar keppa á mótinu.
Arnór Snær Guðmundsson GHD
Björn Óskar Guðjónsson GKJ
Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK
Henning Darri Þórðarson GK
Helga Kristín Einarsdóttir NK
Stefán Þór Bogason GR