Keppni aflýst á Íslandsbankamótaröðinni í dag vegna veðurs

Íslandsbankamótaröðin 2017, Hella

Mótsstjórn Íslandsbankamótaraðarinnar tók þá ákvörðun að fella niður umferðina sem leika átti í dag á Leirdalsvelli vegna veðurs. Engin skor gilda því frá deginum í dag. Keppni hefst að nýju á sunnudaginn 27. ágúst. Þá leika aldursflokkar 17-18 ára og 19-21 árs aðra umferð og 15-16 ára og 14 ára og yngri leika fyrstu umferðina.

(Visited 848 times, 1 visits today)