/

Deildu:

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016. LEK
Auglýsing

Landsbankamótið, níunda og siðasta mótið á Öldungamótaröðinni fór fram á Grafarholtsvelli laugardaginn 17. september.  Þátttaka í mörgum mótum í ár var mjög góð, sérstaklega fyrri hluta sumars.

Sigurvegari í flokki kvenna án forgjafar var Ásgerður Sverrisdóttir sem hlaut 65 stigum meira en meistari síðasta árs Þórdís Geirsdóttir.

Í flokki kvenna með forgjöf sigraði María Málfríður Guðnadóttir, en Ásgerður Sverrisdóttir varð önnur. 46 konur hlutu stig í hvorum flokki.

Sigurvegari í flokki karla án forgjafar var Frans Páll Sigurðsson og hafði hann nokkra yfirburði yfir Tryggva Valtý Traustason sem varð annar. 92 karlar hlutu stig, en 30 efstur í hverju móti komast á blað.
Í flokki karla með forgjöf sigraði Karl Vídalín Grétarsson, en Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson varð annar. Stigin dreifðust meira í þessum flokki en öðrum en alls fengu 127 karlar stig.

Meðfylgjandi er lokastaðan í öllum flokkum Öldungamótaraðarinnar.

Öldungamótaröðin 2016 konur með forgjöf. 

Öldungamótaröðin 2016 konur án forgjafar:

Öldungamótaröðin 2016 karlar með forgjöf: 

Öldungamótaröðin karlar án forgjafar:

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ