/

Deildu:

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016. Mynd/GBH
Auglýsing

Eins og kunnugt er hafa eldri kylfingar tekið þátt í mótum í Evrópu í mörg ár. Landssamtök eldri kylfinga, LEK, senda fjögur landslið til keppni á Evrópumótum á næsta ári.

Kvenna- og karlalið 50 ára og eldri munu leika á mótum á vegum EGA (European Golf Association) um mánaðamótin ágúst-september. Landslið karla 55 ára og eldri og landslið karla 70 ára og eldri leika á mótum ESGA (European Senior Golf Association) í júní og júlí.

Þessi lið taka þátt í keppni með forgjöf. 6 efstu í hverjum flokki skipa landslið, þó leika menn ekki í tveimur liðum.

Í flokki 70 ára og eldri eru valdir 3 efstu án forgjafar og síðan 3 efstu með forgjöf.

Eftir Landsbankamótið lítur endanlegt val svona út:

Konur 50 ára og eldri:

Þórdís Geirsdótti, GK
Steinunn Sæmundsdóttir, GR
Ásgerður Sverrisdóttir, GR
María Málfríður Guðnadóttir, GKG
Guðrún Garðars, GR
Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK

Stigatafla konur 50+: 

Karlar 50 ára og eldri:

Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ
Frans Páll Sigurðsson, GK
Gauti Grétarsson, NK
Sigurður Aðalsteinsson, GÖ
Björgvin Þorsteinson, GA
Hörður Sigurðsson, GR

Stigatafla karlar 50+ án forgjafar:

Karlar 55 ára og eldri:

Karl Vídalín Grétarsson, GR
Þorsteinn Reynir Þórsson, GKG
Guðlaugur Kristjánsson, GKG
Gunnlaugur H. Jóhannsson, NK
Gunnar Páll Þórisson, GKG
Guðmundur Ágúst Guðmundsson, GK

Stigatafla karlar 55+ með forgjöf: 

Karlar 70 ára og eldri:

Þórhallur Sigurðsson, GK
Bjarni Jónsson, GR
Jóhann Peter Andersen, GK
Guðlaugur R. Jóhannsson, GO
Gunnlaugur Ragnarsson, GK
Dónald Jóhannesson, GHD

Stigatafla karlar 70+ án_forgjafar:

Stigatafla karlar 70+ með forgjöf. 

Eins og sést í stigaútreikningi var keppni sums staðar afar jöfn og eitt högg gat ráðið því hver kæmist inn í lið og hver ekki.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ