Golfsamband Íslands

Keppnisdagskrá sumarsins á GSÍ mótaröðinni 2022

Keppnistímabil afrekskylfinga á Íslandi hefst í maí þegar fyrsta mót tímabilsins sem telur til stiga á mótaröð GSÍ hefst á Akranesi.

Alls eru sex mót á dagskrá þar af eru tvö Íslandsmót.

Stigameistarar GSÍ mótaraðarinnar verða krýndir um miðjan ágúst þegar lokamótið fer fram.

B59 hótel mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 20.-22. maí – en Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili mótsins.

Leirumótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 3.-5. júní en Golfklúbbur Suðurnesja er framkvæmdaraðili mótsins.

Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 17.-19. júní en Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins.

Hvaleyrarbikarinn fer fram á Hvaleyrarvelli dagana 14.-16. júlí en Golfklúbburinn Keilir er framkvæmdaraðili mótsins.

Íslandsmótið í golfi fer fram á Vestmannaeyjavelli 4.-7. ágúst en Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins.

Korpubikarinn fer fram á Korpúlfsstaðavelli 19.-20. ágúst en Golfklúbbur Reykjavíkur er framkvæmdaraðili mótsins.


Exit mobile version