/

Deildu:

Frá Honda-Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli.
Þórður Rafn Gissurarson, GR.
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, hefiur leik í dag á þýsku Pro-Golf atvinnumótaröðinni. Samkvæmt venju hefst mótaröðin í Egyptalandi en mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Þórður segir í færslu á fésbókarsíðu sinni að keppnisvöllurinn sé í góðu ástandi og veðurspáin sé góð.

„Völlurinn er í flottu standi og spáð góðu veðri. Flatirnar eru í mjög góðu standi. Hraðar og nokkuð harðar en taka vel í. Karginn fyrir utan flatirnar er mjög þykkur og nokkuð tricky að vippa þar sem grasið er fljótt að grípa í kylfuhausinn.

Að sjálfsögðu er planið einfaldlega að vera inn á flötunum í réttum höggafjölda og koma kúlunni ofan í holuna á sem fæstum höggum. Það er tilhlökkun fyrir að byrja aftur að keppa fyrir alvöru og vonandi ná góðum úrslitum.“

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála hjá Þórði: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ