Site icon Golfsamband Íslands

Keppt um fjögur sæti á Íslandsmótinu í golfi 2023 í undankeppni þann 7. ágúst

Undankeppni fyrir Íslandsmótsið í golfi 2023 fer fram á Urriðavelli mánudaginn 7. ágúst n.k.

Þar verður keppt um tvö sæti í karlaflokki – og tvö sæti í kvennaflokki.

Þetta er í fyrsta sinn sem slík undankeppni fer fram – en gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi 2023.

Alls skráðu 200 keppendur sig til leiks á Íslandsmótið í golfi 2023 og 146 þeirra komust inn í mótið – nánar hér. Hámarksfjöldi í mótið er 150.

Í undankeppninni hafa þátttökurétt þeir 53 kylfingar sem skráðu sig til leiks á Íslandsmótið í golfi 2023 – en komust ekki inn á keppendalistann.

Í undankeppninin eru keppt í höggleik í flokki karla og kvenna án forgjafar, leiknar verða 18 holur á mánudeginum 7. ágúst milli kl. 13:20 og 16:10.

Þátttökurétt hafa þeir kylfingar sem skráðir voru í Íslandsmótið í golfi 2023 og standast forgjafarmörk.

Keppt verður um tvö síðustu sætin í karla- og kvennaflokki. Verði leikmenn jafnir skal leika bráðabana um efstu tvö sætin.

​Undankeppnin verður aðeins haldin ef minnst sex keppendur skrá sig í undankeppnina í viðkomandi flokki.

​Skráning

Skráning í mótið fer fram í GolfBox og greiða þarf 3.500 kr. mótsgjald við skráningu. Skráningarfrestur er til kl. 23:59 föstudaginn 4. ágúst.

Mótsstjórn: Þórður Ingason.

​Netfang mótsstjórnar: motanefnd@golf.is

Dómari: Þórður Ingason

Birt með fyrirvara um breytingar.

Exit mobile version