– Nýr samstarfssamningur KPMG og GSÍ til þriggja ára
Samstarf KPMG og Golfsamband Íslands hefur staðið yfir í mörg ár. Nýverið skrifuðu Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG, og Stefán Garðarsson, markaðsstjóri GSÍ undir nýjan samning sem gildir næstu þrjú árin. Um miðjan júní verður keppt um KPMG bikarinn á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru 18.– 20. júní.
„Það er KPMG mikil ánægja að endurnýja áralangt samstarf við Golfsamband Íslands en KPMG, bæði hérlendis og erlendis, hefur ávallt haft mikinn áhuga á golfíþróttinni. Golfsambandið hefur unnið vel að kynningu og útbreiðslu þessarar frábæru íþróttar og átt þannig stóran þátt í að gera hana eins vinsæla eins og raun ber vitni. Við hjá KPMG erum spennt að styðja sambandið áfram á sömu braut en jafnframt spennt að fá að fylgjast með fremstu kylfingum landsins keppa um KPMG bikarinn á Íslandsmótinu í holukeppni nú í sumar,“ sagði Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG.
„Undanfarin ár hafa KPMG og Golfsambandið leitt bestu kylfinga landsins saman þegar keppt hefur verið um KPMG bikarinn, liðakeppni landsbyggðar og höfuðborgar. Í ár fær KPMG bikarinn nýtt hlutverk og veglegan sess á Eimskipsmótaröðinni þar sem íslandsmeistarabikarinn í holukeppni fær nú nýtt nafn KPMG bikarinn Íslandsmótið í holukeppni. Við hjá Golfsambandinu fögnum áframhaldandi samstarfi við KPMG,“ sagði
Stefán Garðarsson, markaðsstjóri GSÍ.