/

Deildu:

Auglýsing

Kjörnefnd GSÍ hefur á grundvelli 5.gr. laga GSÍ ákveðið að framlengja framboðsfrest til kl. 17.00 þriðjudaginn 21. nóvember gagnvart þeim nefndum og embættum sem kjörin skulu á golfþingi og ekki hafa fullnægjandi framboð borist til innan þess framboðsfrest sem kveðið er á um í lögum.

Aukinn framboðsfrestur gildir því gagnvart eftirtöldu:

  • Endurskoðendur GSÍ þar sem kjósa skal tvo og tvo til vara.
  • Áfrýjunardómstóll GSÍ þar sem kjósa skal þrjá og þrjá til vara.
  • Dómstóll GSÍ þar sem kjósa skal þrjá.
  • Áhugamennskunefnd þar sem kjósa skal þrjá og þrjá til vara
  • Aganefnd þar sem kjósa skal þrjá og þrjá til vara
  • Forgjafar og vallarmatsnefnd þar sem kjósa skal þrjá og þrjá til vara
  • Kjörnefnd þar sem kjósa skal fimm nefndarmenn.

Tilkynningar um framboð skal vinsamlega senda á netfangið brynjar@golf.is
fyrir kl. 17:00 þriðjudaginn 21. nóvember.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ