Korpubikarinn í samvinnu við Icelandair fór fram dagana 8.-10. september á Korpúlfsstaðavelli (Sjórinn/Áin). Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og var Golfklúbbur Reykjavíkur framkvæmdaraðili mótsins. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Axel Bóasson, GK sigruðu á glæsilegu skori.
Alls tóku 83 keppendur þátt.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í kvennaflokki. Perla Sól lék hringina þrjá á frábæru skori eða 3 höggum undir pari vallar eða 213 höggum (72-69-72). Heiðrún Anna Hlynsdótir, GOS, varð önnur á 221 höggum (+5) (76-72-73). Auður Bergrún Snorradóttir, GM, varð þriðja á 226 höggum eða +10 samtals (79-69-78).
Axel Bóasson, GK, lék á frábæru skori og sigraði með yfirburðum á -16 samtals eða 200 höggum (67-66-67). Skor Axels er samkvæmt bestu heimildum það nægst lægsta í sögunni á 54 holum á stigamótaröðinni. Kristján Þór Einarsson, GM, hefur leikið á -18 samtals í Korpubikarnum.
Logi Sigurðsson, Íslandsmeistari í golfi 2022, varð annar á -6 samtals. GS-ingurinnn lék hringina þrjá á 210 höggum (72-69-69).
Daníel Ísak Steinarsson, GK, varð þriðji á -4 samtals eða 212 höggum (74-67-71). Þrír keppendur voru jafnir í 4.-6. sæti á -2 samtals eða 214 höggum. Kristján Þór Einarsson, GM, (75-73-66). Viktor Ingi Einarsson, GR (77-66-71), Veigar Heiðarsson, GA, (73-69-72).
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Myndir frá mótinu sem Frosti Eiðsson tók eru hér:
3. keppnisdagur
2. keppnisdagur
1. keppnisdagur