Korpubikarinn í samvinnu við First Water fór fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 31. maí – 2. júní. Mótið er fyrsta mót tímabilsins á GSÍ mótaröðinni og voru leiknar 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur dögum.
Keppendahópurinn var gríðarlega sterkur, þar sem að fremstu atvinnukylfingar landsins voru á meðal keppenda – ásamt bestu áhugakylfingum Íslands.
Smelltu hér fyrir lokastöðuna í Korpubikarnum 2024
Smelltu hér fyrir myndasafn á myndavef GSÍ.
Smelltu hér fyrir myndasafn GR – Grímur Kolbeinsson.
Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR voru í nokkrum sérflokki í kvennaflokknum. Þær slitu sig frá öðrum keppendum og þegar uppi var staðið sigraði Guðrún Brá á 215 höggum eða einu höggi undir pari vallar samtals. Ragnhildur lék á 216 höggum eða pari vallar, en skor þeirra beggja var mjög gott miðað við að veðuraðstæður voru mjög krefjandi, á fyrsta og þriðja keppnisdegi. Pamel Ósk Hjaltadóttir, GM, varð þriðja á 231 höggi eða 10 höggum yfir pari samtals.
Í karlaflokki var keppnin mjög spennandi allt fram á lokaholuna hjá lokaráshóp. Axel Bóasson, GK varði titilinn frá því í fyrra með því að leika á pari vallar samtals eða 213 höggum. Andri Þór Björnsson, GR, og Aron Snær Júlíusson, GKG, voru jafnir í 2.-3. sæti á 214 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Þar á eftir komu þeir Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, á 2145 höggum eða +2. Aron Emil Gunnarsson, GOS, og Axel Bóasson voru jafnir á pari samtals þegar þeir komu á 18. teiginn á lokakeppnisdeginum. Aron Emil týndi upphafshögginu og lék holuna á +3 – sem gerði það að verkum að hann varð í fimmta sæti, en Aron Emil átti besta hring mótsins á öðrum keppnisdegi, 64 högg.
Í karlaflokki voru 66 keppendur. Þar var meðalforgjöf keppenda +1.3, lægsta forgjöfin var +6 og hæsta forgjöfin var 1.3. Í karlaflokki voru 43 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf. Meðaldur keppenda í karlaflokki var tæplega 27 ár, elstu keppendurnir voru 55 ára og sá yngsti var 15 ára.
Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson voru á meðal keppenda – en þeir hafa leikið á Challenge Tour á þessu tímabili, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel hafði titil að verja á þessu móti en hann er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi. Haraldur Franklín hefur einnig sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Logi Sigurðsson, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var á meðal keppenda og Kristján Þór Einarsson, sem sigrað hefur tvívegis á Íslandsmótinu tók einnig þátt.
Í kvennaflokki voru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir á meðal keppenda. Þær hafa báðar leikið á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu ári, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Ragnhildur er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi en Guðrún Brá hefur þrívegis fagnað þeim titli. Meðalforgjöfin í kvennaflokki var 0.2 en alls voru 21 leikmenn í kvennaflokki. Meðalaldurinn var 21 ár, þrír keppendur voru 15 ára og elsti leikmaðurinn var 32 ára.
Keppendur voru alls 87, og komu þeir frá 11 klúbbum víðsvegar af landinu.
GR var með flesta keppendur eða 29 alls, GKG og GM voru báðir með 12 keppendur og GK var með 10. Sjö klúbbar voru með keppendur í kvenna -og karlaflokki.
Klúbbur | Konur | Karlar | Samtals | |
1 | GA | 1 | 3 | 4 |
2 | GFB | 0 | 1 | 1 |
3 | GK | 3 | 7 | 10 |
4 | GKG | 3 | 9 | 12 |
5 | GM | 5 | 7 | 12 |
6 | GOS | 1 | 6 | 7 |
7 | GR | 7 | 22 | 29 |
8 | GS | 1 | 4 | 5 |
9 | GSE | 0 | 1 | 1 |
10 | GV | 0 | 2 | 2 |
11 | NK | 0 | 4 | 4 |
Nafn | Klúbbur | Forgjöf | Aldur |
Guðrún Brá Björgvinsdóttir | GK | +5.3 | 30 |
Ragnhildur Kristinsdóttir | GR | +5 | 27 |
Heiðrún Anna Hlynsdóttir | GOS | +2.2 | 24 |
Saga Traustadóttir | GR | +1.9 | 26 |
Pamela Ósk Hjaltadóttir | GM | +1.2 | 16 |
Andrea Ýr Ásmundsdóttir | GA | +1.2 | 22 |
Berglind Björnsdóttir | GR | +0.9 | 32 |
Anna Júlía Ólafsdóttir | GKG | +0.9 | 24 |
Auður Bergrún Snorradóttir | GM | +0.8 | 17 |
Elsa Maren Steinarsdóttir | GK | 0.1 | 19 |
Berglind Erla Baldursdóttir | GM | 0.2 | 19 |
Sara Kristinsdóttir | GM | 0.5 | 19 |
Helga Signý Pálsdóttir | GR | 1 | 18 |
Fjóla Margrét Viðarsdóttir | GS | 1.4 | 17 |
Karen Lind Stefánsdóttir | GKG | 2.3 | 18 |
Heiða Rakel Rafnsdóttir | GM | 2.5 | 18 |
Bryndís María Ragnarsdóttir | GK | 2.7 | 29 |
Þóra Sigríður Sveinsdóttir | GR | 3 | 17 |
Erna Steina Eysteinsdóttir | GR | 3.3 | 15 |
Margrét Jóna Eysteinsdóttir | GR | 4.3 | 15 |
Eva Fanney Matthíasdóttir | GKG | 4.6 | 15 |
Nafn | Klúbbur | Forgjöf | Aldur |
Axel Bóasson | GK | +6 | 34 |
Logi Sigurðursson | GS | +4.8 | 22 |
Dagbjartur Sigurbrandsson | GR | +4.8 | 22 |
Kristján Þór Einarsson | GM | +4.3 | 36 |
Haraldur Franklín Magnús | GR | +3.8 | 33 |
Daníel Ísak Steinarsson | GK | +3.6 | 24 |
Kristófer Orri Þórðarson | GKG | +3.6 | 27 |
Sigurður Bjarki Blumenstein | GR | +3.4 | 23 |
Daníel Ingi Sigurjónsson | GV | +3.4 | 24 |
Andri Þór Björnsson | GR | +3.3 | 33 |
Aron Snær Júlíusson | GKG | +3.3 | 28 |
Aron Emil Gunnarsson | GOS | +3.2 | 23 |
Jóhannes Guðmundsson | GR | +3.1 | 26 |
Böðvar Bragi Pálsson | GR | +3.1 | 21 |
Birgir Björn Magnússon | GK | +2.7 | 27 |
Hákon Örn Magnússon | GR | +2.6 | 26 |
Tómas Eiríksson Hjaltested | GR | +2.5 | 22 |
Arnór Ingi Finnbjörnsson | GR | +2.4 | 35 |
Arnar Snær Hákonarson | GR | +1.9 | 35 |
Kristófer Karl Karlsson | GM | +1.9 | 23 |
Viktor Ingi Einarsson | GR | +1.8 | 24 |
Sverrir Haraldsson | GM | +1.8 | 24 |
Ragnar Már Garðarsson | GKG | +1.7 | 29 |
Sigurbergur Sveinsson | GV | +1.5 | 37 |
Pétur Sigurdór Pálsson | GOS | +1.4 | 22 |
Andri Már Óskarsson | GOS | +1.4 | 33 |
Einar Bjarni Helgason | GSE | +1.3 | 26 |
Hjalti Hlíðberg Jónasson | GKG | +1.3 | 22 |
Sveinn Andri Sigurpálsson | GS | +1.2 | 21 |
Björn Óskar Guðjónsson | GM | +1.1 | 27 |
Sigurbjörn Þorgeirsson | GFB | +1.1 | 53 |
Arnór Tjörvi Þórsson | GR | +1.1 | 22 |
Elvar Már Kristinsson | GR | +1 | 24 |
Hjalti Pálmason | GM | +1 | 55 |
Breki Gunnarsson Arndal | GKG | +0.8 | 21 |
Jóhann Frank Halldórsson | GR | +0.8 | 20 |
Arnar Daði Svavarsson | GKG | +0.7 | 15 |
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | GS | +0.5 | 49 |
Pétur Þór Jaidee | GS | +0.5 | 35 |
Magnús Yngvi Sigsteinsson | GKG | +0.5 | 22 |
Jón Karlsson | GR | +0.4 | 55 |
Ólafur Marel Árnason | NK | +0.4 | 22 |
Björn Viktor Viktorsson | GR | +0.3 | 21 |
Skúli Gunnar Ágústsson | GK | +0.3 | 18 |
Dagur Fannar Ólafsson | GR | +0.1 | 20 |
Bjarni Freyr Valgeirsson | GR | 0.1 | 23 |
Andri Már Guðmundsson | GM | 0.2 | 23 |
Kjartan Óskar Guðmundsson | NK | 0.2 | 23 |
Bjarki Snær Halldórsson | GK | 0.2 | 22 |
Sigurþór Jónsson | GK | 0.2 | 43 |
Eyþór Hrafnar Ketilsson | GA | 0.2 | 28 |
Arnór Daði Rafnsson | GM | 0.2 | 22 |
Mikael Máni Sigurðsson | GA | 0.7 | 21 |
Tómas Hugi Ásgeirsson | GK | 0.8 | 20 |
Dagur Snær Sigurðsson | GR | 0.9 | 26 |
Páll Birkir Reynisson | GR | 0.9 | 24 |
Óskar Páll Valsson | GA | 0.9 | 20 |
Heiðar Snær Bjarnason | GOS | 1 | 20 |
Máni Páll Eiríksson | GOS | 1 | 23 |
Birkir Blær Gíslason | NK | 1.1 | 21 |
Arnór Ingi Hlíðdal | GOS | 1.3 | 28 |
Karl Ottó Olsen | GR | 1.3 | 20 |
Axel Ásgeirsson | GR | 1.3 | 34 |
Guðmundur Snær Elíasson | GKG | 1.4 | 18 |
Heiðar Steinn Gíslason | NK | 1.4 | 18 |
Óliver Máni Scheving | GKG | 1.5 | 22 |