Korpubikarinn 2023 fer fram dagana 8.-10. september 2023 á Korpúlfsstaðavelli.
Golfklúbbur Reykjavíkur er framkvæmdaraðili mótsins.
Mótið verður einnig hluti af stigamótaröð GSÍ 2023.
Alls verða því sex mót á tímabilinu eins og upphaflega var gert ráð fyrir.
Keppnisdagskrá tímabilsins má sjá hér fyrir neðan.
Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili á Íslandsmótinu í holukeppni og Íslandsmótinu í höggleik á stigamótaröð GSÍ.
Golfklúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur eru framkvæmdaraðilar á þeim mótum sem fram fara á þeirra völlum.
Golfklúbburinn Leynir var með fyrsta mót tímabilsins en það mót var fellt niður vegna veðurs og vallaraðstæðna – en mótið átti að fara fram helgina 19.-21. maí s.l.