Nesklúbburinn.
Auglýsing

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn laugardaginn 28. nóvember síðastliðinn.  Um 120 félagar í klúbbnum sátu fundinn.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir.

Ólafur Ingi Ólafsson, formaður klúbbsins lét af embætti á fundinum og hlaut verðskuldað lof fyrir sín störf á þriggja ára formannstíð sinni.

Í framboði til formanns voru þeir Friðrik Friðriksson og Kristinn Ólafsson.  Fram fór kosning á milli þeirra tveggja og fór svo að lokum að Kristinn var kjörinn formaður.

Allir aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og mun stjórn Nesklúbbsins næsta starfsár því vera þannig skipuð.  Kristinn Ólafsson, formaður, varaformaður Áslaug Einarsdóttir, ritari Oddur Óli Jónasson, gjaldkeri Geirarður Geirarðsson,  Arnar Friðriksson, Þuríður Halldórsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir.

Nesklúbburinn
Nesklúbburinn
Nesklúbburinn
Nesklúbburinn

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ