Kristján Þór Einarsson, GM, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, fór upp um tæplega 1600 sæti á heimslista áhugakylfinga í karlaflokki þegar listinn var uppfærður í gær. Kristján Þór er í sæti nr. 1356 á listanum í þessari viku.
Aron Emil Gunnarsson, GOS, er efstur íslenskra kylfinga í karlaflokki á þessum lista í sæti nr. 377 og tók hann stórt stökk á listanum í þessari viku, upp um 154 sæti. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, er annar á listanum af íslensku kylfingunum og er hann í sæti nr. 466 sæti.


