Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 19. sæti á Evrópumóti kvenna sem fram fór á GC Murhof vellinum í Austurríki. Ísland endaði í 18. sæti eftir höggleikinn.
Alls eru sex leikmenn í hverju liði og fimm bestu skorin töldu í höggleikskeppninni sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana.
Ísland mætti Slóveníu og Tyrklandi í keppni um sæti 17-19. Ísland gerði jafntefli gegn Tyrkland en tapaði gegn Slóveníu 5/0.
Ísland – Slóvenía
Berglind Björnsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir töpuðu 1/0, Andrea Bergsdóttir tapaði 3/2, Helga Kristín Einarsdóttir tapaði 5/3, Saga Traustadóttir tapaði 1/0 og Ragnhildur Kristinsdóttir tapaði 5/4.
Ísland – Tyrkland
Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttir töpuðu 2/0, Saga Traustadóttir gerði jafntefli, Andrea Bergsdóttir vann sinn leik 3/1, Helga Kristín Einarsdóttir vann sinn leik 2/1 og Ragnhildur Kristinsdóttir tapaði 5/3.
Andrea Björg Bergsdóttir (GKG) 74-71
Anna Sólveig Snorradóttir (GK) 79-78
Berglind Björnsdóttir (GR) 80-76
Helga Kristín Einarsdóttir (GK) 81-74
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) 75-76
Saga Traustadóttir (GR) 78-71
Björgvin Sigurbergsson er ráðgjafi/fyrirliði og Guðný Þóra Guðnadóttir er sjúkraþjálfari liðsins.
Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Anna Sólveig Smáradóttir (GK), Saga Traustadóttir (GR), Andrea Bergsdóttir (GKG), Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Berglind Björnsdóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Guðný Þóra Guðnadóttir sjúkraþjálfari.