Kvennalið GR endaði í 14. sæti af alls 16 liðum sem tóku þátt á Evrópumóti golfklúbba sem fram fór í Slóvakíu. GR fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í ágúst s.l. og tryggði sér keppnisrétt á þessu móti.
Lið GR skipuðu þær Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir. Ingi Rúnar Gíslason er liðsstjóri. Alls voru leiknir þrír hringir á mótinu en keppt var á Welt vellinum í Bac.
Tvö bestu skorin á hverjum hring töldu í hverri umferð. Berglind Björnsdóttir lék á (77-77-86), Halla Björl lék á (86-81-92) og Jóhanna Lea lék á (86-87-83).



