/

Deildu:

Frá vinstri: Ragnhildur, Halla og Berglind. Mynd/grgolf
Auglýsing

Frétt af grgolf.is

Evrópumeistaramóti golfklúbba lauk á Pravets golfvellinum í Búlgaríu núna um helgina, kvennasveit GR endaði í 9. sæti í keppninni en þær léku samtals á 23 höggum yfir pari. Lokahringinn léku þær á 6 yfir pari.

Liðið var skipað þeim Höllu Björk Ragnarsdóttur, Ragnhildi Kristinsdóttur og Berglindi Björnsdóttur og töldu tvö bestu skor liðsins alla dagana. Halla Björk lék þó ekki með seinustu tvo dagana og því töldu skor Ragnhildar og Berglindar þá daga.

Ragnhildur Kristinsdóttir lék vel í mótinu en hún endaði sjálf í 17. sæti í einstaklingskeppninni á 6 höggum yfir pari. Flott spilamennska hjá stelpunni ungu sem varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í sumar.

Racing Club de France fór með sigur af hólmi í mótinu en þær léku frábært golf alla dagana og komu inn á 18 höggum undir pari.

Lokastöðuna í mótinu er að finna hér

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ