Landslið kylfinga 70 ára og eldri keppti í síðustu viku í Tékklandi við önnur landslið í Evrópu. Alls voru 19 lið í keppninni. Landsliðið Íslands stóð sig með ágætum og endaði í 12 sæti.
Keppt var á Cihelny golfvellinum sem er rétt hjá bænum Karlovy Vari. Tvo fyrstu dagana var spilaður betri bolti í fjórleik en síðasta daginn var einstaklingskeppni. Völlurinn var frábær og allur aðbúnaður og umgjörð til fyrirmyndar hjá Tékkum.
Í landsliði kylfinga 70 ára og eldri voru Atli Ágústsson, Dónald Jóhannsson, Guðjón Sveinsson sem var liðsstjóri, Guðlaugur R. Jóhannesson, Ragnar Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Fararstjóri var Baldur Gíslason.