Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram á Spáni og karlaliðið leikur í Póllandi. Stúlknalandsliðið leikur í Svíþjóð og piltalandsliðið í Austurríki.
Öll mótin fara fram á sama tíma eða dagana 9.-13. júlí.
Kvenna -, stúlkna og piltalandsliðin leika í efstu deild en karlalandsliðið leikur í 2. deild.
Liðin eru þannig skipuð:
Evrópumót karla 9.-13. júlí í Póllandi
Aron Emil Gunnarsson, GOS
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
Daníel Ísak Steinarsson, GK
Logi Sigurðsson, GS
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
Þjálfari: Þorsteinn Hallgrímsson
Sjúkraþjálfari: Bjarni Már Ólafsson
Belgía, Króatía, Tékkland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Slóvenía leika í 2. deild – alls 10 þjóðir.
Evrópumót kvenna 9.-13. júlí á Spáni
Andrea Bergsdóttir, Hills GC
Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG
Guðrún Jóna Nolan Þorsteinsdóttir, East Devon GC
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson
Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson
Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía , Spánn, Svíþjóð, Sviss og Wales taka þátt – alls 19 þjóðir.
Evrópumót pilta 9.-13. júlí í Austurríki
Arnar Daði Svavarsson, GKG
Guðjón Frans Halldórsson, GKG
Hjalti Kristján Hjaltason, GM
Markús Marelsson, GK
Skúli Gunnar Ágústsson, GK
Veigar Heiðarsson, GA
Þjálfari: Birgir Björn Magnússon
Sjúkraþjálfari: Gísli Vilhjálmur Konráðsson
Austurríki, Tékkland, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Noregur, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Wales taka þátt – alls 16 þjóðir.
Evrópumót stúlkna 9.-13. júlí í Svíþjóð
Auður Bergrún Snorradóttir, GM
Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA
Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG
Eva Kristinsdóttir, GM
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM
Þjálfari: Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Sjúkraþjálfari: Árný Lilja Árnadóttir
Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, England, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Pólland, Skotland, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Tyrkland taka þátt – alls 19 þjóðir.
European Young Masters í Slóvakíu 25.-27. júlí
Arnar Daði Svavarsson, GKG
Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG
Gunnar Þór Heimisson, GKG
Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM