Íslensku landsliðins í golfi skipað körlum og konum eldri en 50 ára hafa lokið keppni á Evrópumótunum sem fram fóru í Svíþjóð og Tékkalandi.
Karlaliðið keppti á PGA National í Malmö í Svíþjóð og endaði liðið í 13. sæti í höggleiknum og lék í B-riðli í holukeppninni sem tók við í kjölfarið.
Íslandi tapaði 3 1/2 -1 1/2 gegn Belgíu í fyrstu umferðinni í keppni um sæti 9.-16. Í næstu umferð vann Ísland lið Tékka 4-1.
Ísland lagði Sviss örugglega 4-1 í lokaumferðinni í holukeppninni þar sem liðið vann þrjá leiki og tveir leikir voru jafnir.
Karlalandslið LEK +50 ára var þannig skipað: Tryggvi Traustason, Guðmundur Arason, Gauti Grétarsson, Guðni Vignir Sveinsson, Jón Gunnar Traustason, Frans Páll Sigurðsson.
Árangur Íslands í höggleiknum:
17. sæti: Gauti Grétarsson (73-73) 146 högg
45. sæti: Guðni Vignir Sveinsson (74-75) 149 högg
63. sæti: Guðmundur Arason (77-76) 153 högg
73. sæti: Tryggvi Valtýr Traustason (78-76) 154 högg
86. sæti: Jón Gunnar Traustason (77-80) 157 högg
93. sæti: Frans Páll Sigurðsson (78-82) 160 högg
Hér var hægt að fylgjast með skori karlaliðsins:
Kvennaliðið keppti á Skalia golfvellinum í Slóvakíu og endaði í 15. sæti í höggleiknum en alls tóku 18. þjóðir þátt. Ísland lék því í B-riðli í holukeppninni og tapaði þar báðum leikjum sínum. Þeim fyrri gegn Skotlandi 4-1 og 3-2 gegn Austurríki þar sem Anna Sigmarsdóttir og Þórdís Geirsdóttir unnu leiki sína.
Liðið Íslands var þannig skipað: Anna Sigmarsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Þórdís Geirsdóttir og Steinunn Sæmundsdóttir.
Árangur Íslands í höggleiknum var eftirfarandi:
25. sæti: Þórdís Geirsdóttir (74-78) 152 högg
64. sæti: María Málfríður Guðnadóttir (82-78) 160 högg
86. sæti: Steinunn Sæmundsdóttir (82-85) 167 högg
90. sæti: Ásgerður Sverrisdóttir (86-83) 169 högg
97. sæti: Anna Sigmarsdóttir (89-83)172 högg
99. sæti: Kristín Sigurbergsdóttir (92-86) 178 högg
Hér var hægt að fylgjast með skori kvennaliðsins.