Golfsamband Íslands

Landsmót í golfhermum fer fram í fyrsta sinn

Landsmót í golfhermum hefst á næstu dögum og verður það í fyrsta sinn sem mótið fer fram. Landsmótið er nýjung sem GSÍ styður við sem hluta af öðru mótahaldi sambandsins en GKG er framkvæmdaraðili mótsins. Allir gildir félagsmenn í golfklúbbum innan vébanda GSÍ hafa þátttökurétt en hægt er að taka þátt í undankeppnum hvar sem eru TrackMan golfhermar, með þeim möguleika að pútta. Hér má sjá keppnisskilmála mótsins en skráning fer fram í GolfBox.

Skráðu þig í mótið hér.

Keppnisfyrirkomulag 

Leikinn er höggleikur án forgjafar í karla- og kvennaflokki. 

Tvær undankeppnir fyrir Landsmótið verða haldnar, 18 holur hvor undankeppni.

Fyrri undankeppni fer fram 14. janúar 2022 til 14. febrúar og komast 48 efstu karlar og 24 efstu konur í seinni úrslitakeppnina sem haldin verður 15.-14. mars 2022. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram skulu þeir báðir/allir halda áfram.

Hægt er að taka þátt í undankeppnum hvar sem eru TrackMan golfhermar, með þeim möguleika að pútta. Stillingar mótsins tryggja að vallaraðstæður séu eins hvar sem leikið er.

Efstu 8 karlar og efstu 8 konur komast í úrslitakeppnina, Landsmótið, sem haldið verður 20. mars 2022 í Íþróttamiðstöð GKG. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram gilda seinni 9, síðan seinustu 6, loks seinustu 3 og svo 1. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti. 

Skor úr undankeppnum fylgja ekki yfir í úrslitakeppnina.

Leiknar eru 36 holur til úrslita um titilinn Landsmeistari í golfhermum.

Ef leikmenn eru að jafnir í efsta sæti skal leikinn bráðabani þangað til úrslit nást. Ekki skal leikinn bráðabani ef jafnt er í öðrum sætum.

Vallaruppsetning

Undankeppnir og úrslit fara fram á TrackMan Virtual Golf2 Leirdalsvelli GKG. 

Stillingar eru fyrirfram ákveðnar og eru eins í öllum hermum. Brautir og flatir eru stilltar á miðlungs mýkt og hraða (flatir 9 fet á Stimp). Holustaðsetningar eru medium. Enginn vindur. Pútt eru hluti af leiknum og hermir því stilltur á Manual pútt. Hermir gefur pútt innan  við 2,4 metra. 

Leikið er á teigum 59 í karlaflokki og teigum 52 í kvennaflokki.

Sérregla

Í þeim tilvikum sem TrackMan bætir við höggi vegna tæknilegra orsaka (t.d. ef hermir telur högg þó um æfingasveiflu sé að ræða), þá er heimilt að velja mulligan og endurtaka höggið. Kerfið skráir að leikmaður hafi tekið mulligan, og mun mótsstjórn skoða þau tilfelli sem slíkt er valið. Ef leikmaður hefur valið mulligan án þess að hafa gilda ástæðu til þess, fær viðkomandi frávísun úr mótinu.

Þátttökuréttur og skráning

Allir gildir félagsmenn í golfklúbbum innan vébanda GSÍ hafa þátttökurétt.

Skráningarferill:

Þáttakendur greiða aðeins fyrir aðstöðuna hjá hverju Trackman setri, ekkert aukagjald er tekið fyrir þátttökuna í mótinu. Athugið að það er einungis hægt að leika einu sinni í hverri umferð.

Verðlaun: 

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki auk þess sem sigurvegarar fá farandbikar.

  1. sæti: 100.000 kr.
  2. sæti: 50.000 kr.
  3. sæti: 30.000 kr.

Mótsstjórn

Agnar Már Jónsson, Úlfar Jónsson, Sigmundur Einar Másson, Brynjar Geirsson, Kristín María Þorsteinsdóttir, Viktor Elvar Viktorsson, Gunnlaugur Elsuson.

Hafið samband við Úlfar ulfar@gkg.is ef spurningar vakna.

Birt með fyrirvara um breytingar

Exit mobile version