Deildu:

Notkunarskilmálar

Golfsamband Íslands notar GolfMore afsláttar app við útgáfu á tveimur gerðum af rafrænum kortum. Annars vegar sjálfboðaliðakort sem er ætlað sjálfboðaliðum í golfhreyfingunni og svo hins vegar leikkorti fyrir samstarfsaðila. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

  • Gildistími frá 15. maí til 15. september
  • Gildir ekki í hópabókun (4+)
  • Bóka þarf rástíma á netinu til að virkja afslátt
  • Lágmarksgjald fyrir leikinn hring 3.500,- kr. 

Sjálfboðaliðakortið

Undir sjálfboðaliðakortin falla sjálfboða-liðar golfklúbba, starfsfólk og nefndir GSÍ,  landsliðsfólk GSÍ og landsliðsþjálfarar. 

Sjálfboðaliðakort heimila korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu sem skal vera að fjárhæð kr. 3.500.- árið 2024 á hvern kylfing fyrir hvern leikinn hring. 

Leikkort 50% afsláttur

Undir leikkortin falla fulltrúar fyrirtækja og samtaka sem eru í samstarfi við GSÍ sem og fjölmiðlar. 

Leikkort GSÍ heimila korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu sem skal að hámarki vera 50% af vallargjaldi GSÍ félaga fyrir hvern leikinn hring þó aldrei lægri en kr. 3.500.-

Sækja í iPhone-síma

Sækja í Android-síma

 

  1. Þú sækir GolfMore appið í App store / Google Play
  2. Skráir þig inn í appið með GolfBox notendanafni og lykilorði
  3. Ýtir á ‘Kortin’ neðst á skjánum
  4. Veldu rétt leikkort
  5. Við það opnast kortið og þú sérð 7-stafa afsláttar kóða
  6. Notaðu þennan kóða þegar þú skráir þig á rástíma

Opnaðu GolfMore afsláttar appið. Þar sérðu 7 stafa kóða þegar þú smellir á kortið. Þennan kóða notar þú þegar þú bókar rástíma hjá viðkomandi golfklúbbi. Athugaðu að ef þú ert að bóka gest með þér þá þarftu að nota kóðan sem kemur undir gestakortinu.

Þá hefur golfklúbburinn ekki sett greiðslu með korti sem sem skyldu við bókun á rástíma. Þú greiðir þá fyrir rástímann í afgreiðslu og sýnir starfsmanni afsláttarkóðann sem slær honum í tölvukerfi GolfBox.

Sýndu persónuskilríki sé þess óskað.

Það er alfarið undir hverjum og einum golfklúbbi en korthafar skulu fá að lágmarki dags fyrirvara til að bóka rástíma. Golfklúbbum er heimilt að hafa hann lengri. Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband beint við viðkomandi golfklúbb.

Deildu:

Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ