„Leikmannaútgáfa golfreglnanna“ – einfaldari og auðskildari útgáfa af golfreglunum

„Leikmannaútgáfa golfreglnanna“ er ritið sem dreift er til kylfinga um allan heim. Þetta eru ekki leiðbeiningar um golfreglurnar heldur stytt útgáfa reglnanna þar sem lögð er áhersla á þig, kylfinginn. GSÍ og Tryggingafélagið Vörður eru í samstarfi í þessu verkefni.

Ritið fer í prentun fljótlega hjá GSÍ og verður því dreift til kylfinga við fyrsta tækifæri. Rafræna útgáfu er að finna neðst í þessari frétt.

Markmiðið með leikmannaútgáfunni er að kynna reglurnar á auðskildari hátt og með áherslu á það sem þú, kylfingurinn, þarft að vita til að leika samkvæmt reglunum.

Eftirfarandi eru nokkur aðalatriði leikmannaútgáfunnar:

  • Hún er gild reglubók. Hún lítur út eins og aðal reglurbókin og er með sambærilegri uppbyggingu. Þótt texti hennar sé styttur veitir hún sömu svör og aðal reglubókin.
  • Í leikmannaútgáfunni er lögð áhersla á þær reglur sem skipta þig mestu sem leikmann. Þar á meðal eru reglurnar sem lýsa grunnatriðum golfs – til dæmis að leika samkvæmt reglununum og í anda leiksins, ólíkir hlutar vallarins og útbúnaðurinn sem þú mátt nota – auk þeirra reglna sem oftast þarf að nota.
  • Þótt útgáfan nái ekki til sumra aðstæðna sem koma sjaldan við sögu í golfleiknum vísar hún til nánari upplýsinga um aðstæðurnar í aðal reglubókinni með tilvísun.
  • Leikmannaútgáfan er skrifuð þannig að hún vísar til „þín“ kylfingsins. Þessi stíll, að setja kylfinginn í forgrunn, er annað lykilskref í að gera reglurnar aðgengilegri.

Útgáfan inniheldur skýringamyndir og töflur til að útskýra reglurnar á sjónrænan hátt.

Smelltu hér eða á myndina hér fyrir neðan til að nálgast leikmannaútgáfu golfreglnanna.

(Visited 1.654 times, 1 visits today)