Golfsamband Íslands

Leirumótið – Axel og Berglind sigurvegarar

Leirumótið, sem haldið var í samstarfi við Golfbúðina og Courtyard by Marriott, fór fram dagana 4.-6. júní 2021 og var það hluti af stigamótaröð GSÍ og það þriðja á keppnistímabilinu. Golfklúbbur Suðurnesja var framkvæmdaraðili mótsins sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru.

Berglind Björnsdóttir, GR og Axel Bóasson, GK stóðu uppi sem sigurvegarar en aðstæður voru mjög krefjandi á frábærum keppnisvelli.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit.

Mótið var eins og áður segir hluti af stigamótaröð GSÍ en markmiðið hjá mörgum kylfingum var tryggja sér keppnisrétt á fyrsta Íslandsmóti tímabilsins, Íslandsmótinu í holukeppni – sem fram fer í Þorlákshöfn um miðjan júní 2021.

Keppendur voru alls 114, konurnar voru 21 og karlarnir 93.

Í kvennaflokki sigraði Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún spilaði jafnt golf alla þrjá hringina og sigraði með yfirburðum. Hún spilaði hringina þrjá á 219 höggum eða 3 yfir pari (74-73-72). Í öðru sæti var Saga Traustadóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún spilaði hringina þrjá á 227 höggum eða 11 yfir pari (78-77-72). Í þriðja sæti var svo Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar á 233 höggum  eða 17 yfir pari (76-79-78).

Úrslit í kvennaflokki:

1. Berglind Björnsdóttir (GR): 219 högg, +3 (74-73-72)
2. Saga Traustadóttir (GR): 227 högg, +11 (78-77-72)
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 233 högg, +17 (76-79-78)

Í karlaflokki sigraði Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili af miklu öryggi. Hann spilaði frábært golf alla dagana við erfiðar aðstæður. Hann spilaði hringina þrjá á 205 höggum eða 11 höggum undir pari (66-70-68). Í öðru sæti endaði Andri Már Óskarsson á 211 höggum eða 5 höggum undir pari (69-70-72). Mikil barátta var um þriðja sætið sem endaði þannig að þrír kylfingar deildu með sér þriðja sætinu á 215 höggum eða 1 undir pari.  Það voru Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis (70-77-68), Birgir Björn Magnússon úr Golfklúbbnum Keili (75-69-71 og Ingi Þór Ólafsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (70-74-71).

Úrslit í karlaflokki:  

1. Axel Bóasson (GK): 205 högg, -12 (66-70-68)
2. Andri Már Óskarsson (GOS): 211 högg, -5 (69-70-72)
3.-5  Fannar Ingi Steingrímsson (GHG): 215 högg, -1 (70-77-68)
3. -5. Birgir Björn Magnússon (GK): 215 högg, -1 (75-69-71)
3.-5  Ingi Þór Ólafson (GM): 215 högg, -1 (70-74-71)

Á lokadeginum voru bestu aðstæður mótsins en lítill vindur var en úrkoma nánast allan tímann. Það sást á spilamennsku kylfinga en meðalskor dagsins var næstum fimm höggum lægra í dag heldur en t.d. í gær.

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar öllum keppendum og öðrum gestum fyrir komuna og samveruna um helgina.

<strong>Berglind Björnsdóttir<strong>
<strong>Axel Bóassson <strong>
<strong>Ingi Þór Ólafson Fannar Ingi Steingrímsson Birgir Björn Magnússon <strong>
<strong>Saga Traustadóttir <strong>
<strong>Andri Már Óskarsson <strong>
<strong>Andrea Ýr Ásmundsdóttir<strong>
<strong>Saga Traustadóttir Berglind Björnsdóttir Andrea Ýr Ásmundsdóttir <strong>
<strong>Andri Axel Ingi Fannar og Birgir <strong>

2. keppnisdagur:

Öðrum keppnisdegi af þremur er lokið í Leirumótinu – sem haldið er í samstarfi við Golfbúðina og Courtyard by Marriott

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili leiðir mótið en hann lék á 70 höggum í dag og er þá samtals á 136 höggum, 8 undir pari. Í öðru sæti er Andri Már Óskarsson á 139 höggum, þremur höggum á eftir Axel. Í þriðja sæti er Sigurður Bjarki Blumenstein á samtals142 höggum.

Besta skor dagsins var 69 högg en það voru Birgir Björn Magnússon og Hlynur Bergsson sem áttu það skor. 

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Axel Bóasson (GK): 136 högg,  -8 (66-70)

2. Andri Már Óskarsson (GOS): 139 högg, -5 (69-70) 

3. Sigurður Bjarki Blumenstein (GR): 142 högg, -2 (69-73)

Í kvennaflokki leiðir Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur með átta höggum eftir að hafa spilað annan hringinn á 73 höggum eða 1 höggi yfir pari. Hún er samtals á þremur höggum yfir pari. Öðru sætinu deila þær Saga Traustadóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar á 11 höggum yfir pari. Höggi á eftir þeim er svo Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss. Það er gaman að segja frá því að GS-ingurinn Fjóla Margrét Viðarsdóttir er yngsti keppandinn í kvennaflokki en hún er einungis 14 ára gömul. Þetta er hennar fyrsta mót í stigamóti þeirra bestu og er hún í fimmta sæti eftir annan daginn sem telja má frábæran árangur. 

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Berglind Björnsdóttir (GR): 147 högg, +3 (74-73)

T2. Saga Traustadóttir (GR): 155 högg, +11 (78-77)

T2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 155 högg, +11 (76-79)

4. Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS): 156 högg, +12 (80-76)

Þetta var krefjandi dagur við nokkuð blautar og vindasamar aðstæður. Á morgun er mun minni vindur í kortunum og verður spennandi að fylgjast með hvernig mótið endar. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Leiruna og fylgjast með okkar bestu kylfingum klára mótið.

Fyrsta keppnisdegi af þremur er lokið á Leirumótinu – sem haldið er í samstarfi við Golfbúðina í Hafnarfirði og Courtyard by Marriott. Leirumótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og það þriðja á keppnistímabilinu. Golfklúbbur Suðurnesja er framkvæmdaraðili mótsins og fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru.

114 keppendur taka þátt í mótinu, 93 í karlaflokki 21 í kvennaflokki.

1. keppnisdagur

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur í karlaflokki en hann lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Einu höggi á eftir honum, á 67 höggum, er Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þriðja sætinu deila þeir Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), heimamaðurinn Pétur Þór Jaidee og Andri Már Óskarsson (GOS) en þeir léku allir á 69 höggum eða 2 höggum undir pari vallarins.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Axel Bóasson (GK): 66 högg (-6)

2. Aron Snær Júlíusson (GKG): 67 högg (-5)

T3. Sigurður Bjarki Blumenstein (GR): 69 högg (-3)

T3. Pétur Þór Jaidee (GS): 69 högg (-3)

T3. Andri Már Óskarsson (GOS): 69 högg (-3)

Í kvennaflokki er Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur efst á 74 höggum eða 2 höggum yfir pari. Öðru sætinu deila þær Helga Signý Pálsdóttir (GR), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA) og Ásdís Valtýsdóttir (GR) á 76 höggum.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Berglind Björnsdóttir (GR): 74 högg (+2)

T2. Helga Signý Pálsdóttir (GR): 76 högg (+4)

T2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 76 högg (+4)

T2. Ásdýs Valtýsdóttir (GS): 76 högg (+4)

Frábær dagur í dag við nokkuð erfiðar aðstæður. Ástand vallarins er einstaklega gott og voru keppendur sér og sínum klúbbum til sóma. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mótsins um helgina.

Mótið er eins og áður segir hluti af stigamótaröð GSÍ en framundan er einnig skemmtileg keppni hjá kylfingum að tryggja sér keppnisrétt á fyrsta Íslandsmóti tímabilsins, Íslandsmótinu í holukeppni – sem fram fer í Þorlákshöfn um miðjan júní 2021. Hér er hægt að skoða stöðuna á stigalistunum.

Keppendahópurinn er vel skipaður og margir af fremstu kylfingum landsins eru á meðal keppenda. Má þar nefna atvinnukylfingana úr Keili Rúnar Arnórsson og Axel Bóasson. Sigurvegarar á fyrstu tveimur mótum ársins á stigamótaröð GSÍ eru á meðal keppenda í karlaflokki eru á meðal keppenda, Hákon Örn Magnússon, GR og Aron Snæ Júlíusson, GKG en sá síðastnefndi er efstur íslenskra kylfinga á heimslista áhugakylfinga. Kvennaflokkurinn er að mestu skipaður yngri afrekskylfingum landsins en þrír landsliðskylfingar í kvennaflokknum eru í verkefnum erlendis á meðan Leirumótið fer fram.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða stöðuna á stigalistunum.

Leikfyrirkomulag

Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70%  keppenda úr hvorum flokki. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta – og keppendareglum GSÍ.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit.

Exit mobile version