Íslenska landsliðið sem keppir á Evrópumóti eldri kylfinga í Waterloo í Belgíu bætti stöðu sína á öðrum keppnisdeginum. Íslenska liðið bætti sig um þrjá punkta og færðist upp í tólfta sæti. Vonast menn til að ná enn meiri bætingu á morgun. Veður var þokkalegt – væta af og til og sólskin á milli.
Eins og fyrri daginn voru Jóhann Peter Andersen og Guðlaugur R. Jóhannsson á besta skorinu eða 37 punktum, Helgi Hólm og Gunnlaugur Ragnarsson voru með 35 punkta, Pétur Elíasson og Kristinn Jóhansson voru á 32 punktum.
Sem fyrr eru það Norðmenn sem spila best og leiða keppnina. Öll úrslit má sjá argsb.be
Keppt er á Chateau de Tournette. Mótið fer fram í tvennu lagi – með og án forgjafar og keppir lið LEK með forgjöf.
Alls eru keppendur yfir tvö hundruð frá átján þjóðum.
Lið LEK er skipað eftirtöldum keppendum: Jóhann Peter Andersen, Guðlaugur R Jóhannsson, Gunnlaugur Ragnarsson, Helgi Hólm, Kristinn Jóhannsson og Pétur Elíasson.
Fyrirkomulagið er þannig að fyrstu tvo dagana leika tveir saman í punktakeppni og telst betra skor kependa á hverri holu fyrir sig. Síðasta daginn er síðan leiknn einmenningur. Ávallt gildir skor bestu fjögurra í hvern dag keppninni.