Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri í drengjaflokki. Leynir sigraði Golfklúbb Mosfellsbæjar, GM, í úrslitaleiknum sem fram fór í dag á Strandarvelli á Hellu. Leynir sigraði GM í úrslitaleiknum 2/1 en þessi lið enduðu í fimmta og sjötta sæti í höggleikskeppninni – tveimur neðstu sætunum og komu því töluvert á óvart í riðlakeppninni þar sem að keppt var í holukeppni. Elsa Maren Steinarsdóttir lék stórt hlutverk í liði Leynis en hún var ein af þremur stúlkum sem kepptu með drengjaliðum í þessum aldursflokki.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, sigraði Golfklúbb Reykjavíkur, GR, í leiknum um þriðja sætið.
Alls tóku sex klúbbar þátt og endaði Golfklúbbur Selfoss, GOS, í fimmta sæti og Golfklúbburinn Keilir varð í sjötta sæti.
Leikinn var höggleikur í fyrstu umferð til þess að raða liðum niður í riðla fyrir holukeppnina. Þar endaði lið Leynis í fimmta sæti en Akurnesingar unna báða leikina í riðlakeppninni gegn GR og GK, og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.
Lið GM endaði í sjötta og neðsta sæti í höggleikskeppninni en liðið vann báða leikina í riðlinum, fyrst gegn GKG og gegn GOS í 2. umferð.





Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit leikja:
Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.



Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum eru tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.
Liðin sem tóku þátt í drengjaflokki 18 ára og yngri eru:
GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar)
GM (Golfklúbbur Mosfellsbæjar)
GR (Golfklúbbur Reykjavíkur)
GL (Golfklúbburinn Leynir)
GOS (Golfklúbbur Selfoss)
GK (Golfklúbburinn Keilir)