Auglýsing

Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri í drengjaflokki. Leynir sigraði Golfklúbb Mosfellsbæjar, GM, í úrslitaleiknum sem fram fór í dag á Strandarvelli á Hellu. Leynir sigraði GM í úrslitaleiknum 2/1 en þessi lið enduðu í fimmta og sjötta sæti í höggleikskeppninni – tveimur neðstu sætunum og komu því töluvert á óvart í riðlakeppninni þar sem að keppt var í holukeppni. Elsa Maren Steinarsdóttir lék stórt hlutverk í liði Leynis en hún var ein af þremur stúlkum sem kepptu með drengjaliðum í þessum aldursflokki.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, sigraði Golfklúbb Reykjavíkur, GR, í leiknum um þriðja sætið.

Alls tóku sex klúbbar þátt og endaði Golfklúbbur Selfoss, GOS, í fimmta sæti og Golfklúbburinn Keilir varð í sjötta sæti.

Leikinn var höggleikur í fyrstu umferð til þess að raða liðum niður í riðla fyrir holukeppnina. Þar endaði lið Leynis í fimmta sæti en Akurnesingar unna báða leikina í riðlakeppninni gegn GR og GK, og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.

Lið GM endaði í sjötta og neðsta sæti í höggleikskeppninni en liðið vann báða leikina í riðlinum, fyrst gegn GKG og gegn GOS í 2. umferð.

Frá vinstri Nói Claxton Bragi Friðrik Bjarnason Kári Kristvinsson Tristan Freyr Traustason Elsa Maren Steinarsdóttir Björn Viktor Viktorsson liðsstjóri MyndBEG
Lið GM Dagur Þór Óskarsson Oliver Thor Hreiðarsson Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Tristan Snær Viðarsson MyndBEG
Lið GKG Frá vinstri Jóhannes Sturluson Jósef Ýmir Jensson Róbert Leó Arnórsson Dagur Fannar Ólafsson Gunnlaugur Árni Sveinsson Arnar Már Ólafsson þjálfari og Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG MyndBEG

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit leikja:

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.

Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum eru tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.

Liðin sem tóku þátt í drengjaflokki 18 ára og yngri eru:

GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar)
GM (Golfklúbbur Mosfellsbæjar)
GR (Golfklúbbur Reykjavíkur)
GL (Golfklúbburinn Leynir)
GOS (Golfklúbbur Selfoss)
GK (Golfklúbburinn Keilir)


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ