Golfsamband Íslands

Líf og fjör á Áskorendamótaröðinni á Selfossi

Jón Gunnar Kanishka Shiransson. Mynd/seth@golf.is

Það var líf og fjör á laugardaginn þegar fyrsta mót keppnistímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi. Um 50 keppendur tóku þátt og skemmtu sér vel á frábærum velli.

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga.

Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Á Áskorendamótaröðinni er markmiðið að keppendum þyki gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.

Keppnisfyrirkomulagið var þannig að hægt var að velja að leika 9 eða 18 holur. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma og í lok keppninnar var keppendum boðið í grillveislu í golfskálanum.

Úrslit:

Stúlkur 10 ára og yngri / 9 holur
1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 45
2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 50
3. Lilja Grétarsdóttir, GR 52

Piltar 10 ára og yngri / 9 holur
1. Markús Marelsson, GÁ 34
2. Snorri Rafn William Davíðsson, GS 43
3. Nói Árnason, GR 49
Piltar 12 ára og yngri / 9 holur

1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 42
2. Magnús Skúli Magnússon, GKG 42
3. Halldór Viðar Gunnarsson, GR 44
4. Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ 44

Stúlkur 12 ára og yngri / 9 holur

1. Sara Kristinsdóttir, GM 51
2. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 56
3. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG 57
Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ afhentu verðlaunin á Áskorendamótaröðinni á Selfossi. 

Stúlkur 15-18 ára / 18 holur

1. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 94
2. Erna Rós Agnarsdóttir, GS 103
3. Klara Kristvinsdóttir, GL 118

Piltar 14 ára og yngri / 18 holur

1. Auðunn Fannar Hafþórsson, GS 78
2. Gabriel Þór Þórðarson, GL 88
3. Þorgeir Örn Bjarkason, GL 93
4. Ingimar Elfar Ágústsson, GL 93
5. Magnús Máni Kjærnested, NK 94

Stúlkur 14 ára og yngri / 18 holur

1. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 112
2. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 119
3. Laufey Kristín Marinósdóttir, GKG 126

Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ afhentu verðlaunin á Áskorendamótaröðinni á Selfossi. 

Exit mobile version