/

Deildu:

Auglýsing

Bandaríska golftímaritið Links Magazine er eitt þeirra sem fjallað hafa um ákvörðun Golfsambands Íslands að afnema ákvæði um 18 holur úr mótareglugerðum sínum, sem nú hefur verið fylgt eftir með að keppa um KPMG-bikarinn á Íslandsmótinu í holukeppni á 13 holum í Vestmannaeyjum 23. – 25. júní nk.

Í umfjöllun Links Magazine falla stór orð í fyrirsögn, en þar spyr blaðamaður hvort lykilinn að framtíð golfleiksins sé að finna á Íslandi. „Uppátæki Golfsambands Íslands breyta venjulega litlu um það hvernig Bandaríkjamenn stunda golfið sitt, en í þessu tilviki gæti frumkvæði landsins haft mikla þýðingu fyrir framtíð golfleiksins,” skrifar greinarhöfundur.

Rætt um samstarf við USGA

Í greininni er rætt við golfvallahönnuðinn Edwin Roald, sem er upphafsmaður
Why18holes.com, og Hauk Örn Birgisson forseta GSÍ, auk John Bodenhamer og Steven Edmondson frá bandaríska golfsambandinu, USGA, sem í viðtalinu lýsir áhuga á samstarfi við Edwin og GSÍ, m.a. til að laga vallarmats- og forgjafarkerfi íþróttarinnar að öðrum holufjölda en 9 eða 18, sem núgildandi kemur ekki til móts við.

Hér má lesa umfjöllun Links Magazine um ákvörðun GSÍ:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ