Frá vinstri: Logi Sigurðsson, GS, Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG og Veigar Heiðarsson, GA. Mynd/ÓBL.
Auglýsing

Logi Sigurðsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson hefja leik í dag á The Amateur Championship eða Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer á Ballyliffin golfsvæðinu á Írlandi.

Mótið er eitt af sterkustu áhugamannamótum veraldar – en það fór fyrst fram árið 1885. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti og má þar nefna Bobby Jones, Sergio Garcia og José María Olazábal.

Alls eru 288 keppendur og keppa þeir um 64 efstu sætin og þar með keppnisrétt í holukeppninni sem tekur við eftir höggleikskeppnina. Sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á risamótum atvinnukylfinga, The Open og Opna bandaríska meistaramótinu – og oftast hefur sigurvegarinn fengið boð um að taka þátt á Mastersmótinu á Augusta.

Keppnisvellirnir eru tveir: Ballyliffin-Glashedy (Par 72) og Ballyliffin-Old Course (Par 71).
Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur fyrstu tvo dagana, eftir það komast 64 efstu í holukeppni þar sem að kylfingurinn í efsta sæti höggleiksins leikur gegn kylfingnum í 64. sæti. Í holukeppninni eru leiknar tvær umferðir á dag, og úrslitaleikurinn er 36 holur á einum degi.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, var hársbreidd frá því að komast inn í þetta mót en hann tók þátt í úrtökumóti s.l. föstudag þar sem hann fór í bráðabana um laust sæti í mótinu.

Haraldur Franklín Magnús, GR, komst alla leið í 16-manna úrslit á þessu móti árið 2013.

Frá vinstri Veigar Logi Gunnlaugur Árni og Dagbjartur MyndÓBL


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ