/

Deildu:

Frá vinstri. Jóhannes Guðmundsson, Logi Sigurðsson, Kristján Þór Einarsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Logi Sigurðsson, GS, er Íslandsmeistari í holukeppni karla 2024 en hann sigraði Jóhannes Guðmundsson, GR, 3&2 í úrslitaleiknum sem fram fór í dag á Garðavelli á Akranesi.

Kristján Þór Einarsson, GM, varð þriðji en hann sigraði Jóhann Frank Halldórsson, GR, á lokaholunni í leiknum um bronsverðlaunin.

Úrslitaleikurinn, þar sem að Logi og Jóhannes Guðmundsson, GR, mættust var jafn þar sem að þeir skiptust á að vinna holur. Jóhannes var 2 holur upp eftir 7 holur. Logi vann næstu þrjár holur og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum á 10. holu. Logi vann 13. og 14., og tryggði síðan 3&2 sigur á 16. flötinni.

„Mér líður vel og þetta mót var mjög skemmtilegt. Aðstæður voru krefjandi en Garðavöllur er í góðu standi. Mér tókst að halda einbeitingu og slá eitt í högg í einu. Það er í raun það eina sem maður getur gert þegar við erum að leika 36 holur á dag, þrjá daga í röð,“ sagði Logi við golf.is eftir sigurinn í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Logi fagnar þessum titli en hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi í fyrra – og er hann því handhafi tveggja stærstu titlana í karlaflokki á GSÍ mótaröðinni. Íslandsmótið í golfi þar sem að keppt er í höggleik fer fram dagana 18.-21. júlí á heimavelli Loga, Hólmsvelli í Leiru.

Í fyrri hluta Íslandsmótsins í holukeppni, sem fram fór laugardaginn 22. júní var leikinn 36 holu höggleikur án forgjafar, þar sem sextán efstu keppendurnir komust áfram í útsláttarkeppnina. Logi endaði í 7. sæti í þeirri keppni.

Birgir Björn Magnússon, GK, lék gegn Loga í 16-manna úrslitum þar sem Logi hafði betur 3&1.

Í 8-manna úrslitum var Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, mótherji Loga þar sem að GS-ingurinn sigraði 2&1.

Í undanúrslitum mættust Logi og Jóhann Frank Halldórsson, þar sem að Logi sigraði 3&2.

Alls hafa 26 leikmenn fagnað þessum titli í karlaflokki frá árinu 1988 þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fyrst fram.

Birgir Leifur Hafþórsson er sigursælastur með alls fjóra titla 1994, 1996, 2004 og 2010. Björgvin Sigurbergsson er með þrjá titla, 1992, 1998 og 200.

Sex leikmenn hafa sigrað tvívegis, Úlfar Jónsson (1988 og 1993), Haraldur Heimisson (2001 og 2003), Ottó Sigurðsson (2005 og 2007), Kristján Þór Einarsson (2009 og 2014), Axel Bóasson (2015 og 2020) og Rúnar Arnórsson (2019 og 2020). Rúnar er sá eini sem hefur náð að verja titilinn í karlaflokki í þau 36 skipti sem mótið hefur farið fram.

Logi Sigurðsson Íslandsmeistari í holukeppni 2024 í karlaflokki


Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í holukeppninni:


Í undanúrslitum mættust:

Jóhannes Guðmundsson, GR – Kristján Þór Einarsson, GM. Jóhannes sigraði 2&1,.


Logi Sigurðsson, GS – Jóhann Frank Halldórsson, GR. Logi sigraði 3&2.


Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í holukeppninni:

2. umferð fór fram eftir hádegi sunnudaginn 23 júní, 8 manna úrslit.

Jóhannes Guðmundsson, GR sigraði Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 2/0.
Eins og sjá má á skorkortinu léku þeir GR-félagar frábært golf. Jóhannes fékk sjö fugla en Tómas fékk fjóra fugla og örn (-2) á erfiðustu holu vallarins.

Kristján Þór Einarsson, GM sigraði Hjalta Hlíðberg Jónasson, GKG 1/0. Leikurinn var mjög jafn og réðust úrslitina á síðustu holunni. Kristján Þór setti þar niður langt pútt fyrir pari eftir að hafa slegið úr glompu eftir upphafshöggið. Hjalti var á flötinni eftir upphafshöggið á 18. sem er par 3 hola en hann þrípúttaði og Kristján landaði 1/0 sigri. Kristján hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni, fyrst árið 2009 og í annað sinn árið 2014.


Logi Sigurðsson, GS sigraði Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 2&1. Logi komst yfir í leiknum á 6. holu og var alltaf með yfirhöndina eftir það. Hann var 2 holur upp eftir 11. brautina og sá munur hélst allt fram á 17. holu.


Jóhann Frank Halldórsson, GR sigraði Einar Bjarna Helgaason, GSE 1/0. Leikurinn var mjög jafn og var Einar Bjarni 1 holu upp eftir 9 holur. Jóhann Frank jafnaði metin á 10. og komst eina holu yfir á 12. holu. Einar Bjarni jafnaði með fugli á 16. en Jóhann Frank tryggði sigurinn með pari á lokaholunni þar sem Einar Bjarni tapaði höggi og fékk skolla.



1. umferð fór fram fyrir hádegi sunnudaginn 23. júní, 16 manna úrslit.

(1.) Björn Viktor Viktorsson, GR – Jóhannes Guðmundsson, GR (16.)
Jóhannes Guðmundsson sigraði 2&1 og leikur í 8-manna úrslitum gegn Tómasi Eiríkssyni Hjaltested.


(2) Hákon Örn Magnússon, GR – Daníel Ingi Sigurjónsson, GV (15.)

Daníel Ingi Sigurjónsson sigraði 2&1 og leikur í 8-manna úrslitum gegn Loga Sigurðssyni.


(3.) Sigurður Bjarki Blumenstein, GR – Jóhann Frank Halldórsson, GR (14.)
Jóhann Frank Halldórsson sigraði 3&1 og leikur í 8-manna úrslitum Einari Bjarna Helgasyni.



(4.) Kristján Þór Einarsson, GM – Kristófer Karl Karlsson, GM (13.)
Kristján Þór Einarsson sigraði á 19. holu í bráðabana og leikur í 8-manna úrslitum gegn Hjalta Hlíðberg Jónassyni.


(5.) Kristófer Orri Þórðarson, GKG – Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG (12.)
Hjalti Hlíðberg Jónasson sigraði 6&5 og leikur í 8-manna úrslitum gegn Kristjáni Þór Einarssyni.


(6.) Böðvar Bragi Pálsson, GR – Einar Bjarni Helgason, GSE (11.)
Einar Bjarni Helgason sigraði 4&3 og leikur í 8-manna úrslitum gegn Jóhanni Frank Halldórssyni.



(7.) Logi Sigurðsson, GS – Birgir Björn Magnússon, GK (10.)

Logi Sigurðsson sigraði 3&1 og leikur í 8-manna úrslitum gegn Daníel Inga Sigurjónssyni.



(8.) Guðjón Frans Halldórsson, GKG – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (9.)
Tómas Eiríksson Hjaltested sigraði 3&2 og keppir í 8. manna úrslitum gegn Jóhannesi Guðmundssyni.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í höggleiknum:

Úrslitin í höggleiknum eru hér fyrir neðan:

Alls léku átta leikmenn í bráðabana um sjö laus sæti í 16. manna úrslitum en þeir voru allir jafnir í 10. sæti á einu höggi yfir pari samtals.

Fyrsta holan í bráðabananum var 10. brautin á Garðavelli þar sem að fimm leikmenn tryggðu sér sæti með því að fá fugl eða par. Einar Helgi Bjarnason og Birgir Björn Magnússon, fengu fugl, Hjalti Hlíðberg Jónasson, Kristófer Karl Karlsson og Jóhann Frank Halldórsson fengu allir par.

Jóhannes Guðmundsson, Lárus Ingi Antonsson og Daníel Ingi Sigurjónsson fengu allir skolla á 10. brautina fóru þeir næst á holu 13. holu.

Þar fékk Daníel Ingi fugl og tryggði sig áfram en Jóhannes og Lárus Ingi fengu báðir par.

Jóhannes og Lárus Ingi léku 18. brautina næst þar sem þeir fengu báðir par.

Úrslitin réðust síðan á fjórðu holu bráðabanans á 10. braut þar sem að Jóhannes Guðmundsson fékk fugl og tryggði sér síðasta sætið í 16-manna úrslitum en Lárus Ingi féll úr leik.

Að höggleik loknum eru leiknar fjórar umferðir í holukeppni.

Smelltu hér fyrir myndasafn:

Keppendur eru alls 72 og koma þeir frá 11 mismunandi klúbbum. Flestir keppendur eru frá Golfklúbbi Reykjavíkur, eða 19 alls. Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 12 og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 8 keppendur.

Í keppendahópnum eru fjórir fyrrum sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni. Aron Snær Júlíusson, GKG, mætir í titilvörnina, Kristján Þór Einarsson, GM hefur tvívegis sigrað (2009 og 2014), Sigurður Bjarki Blumenstein, GR sigraði árið 2022 og Jón Karlsson, GR sem sigraði árið 1991 eða fyrir 33 árum.

KlúbburFjöldiHlutfall
1Golfklúbbur Reykjavíkur1926%
2Golfklúbbur Mosfellsbæjar1216%
3Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar912%
4Golfklúbburinn Keilir68%
5Golfklúbbur Akureyrar57%
6Golfklúbbur Selfoss57%
7Golfklúbbur Suðurnesja57%
8Golfklúbburinn Leynir45%
9Nesklúbburinn45%
10Golfklúbbur Vestmannaeyja23%
11Golfklúbburinn Setberg23%

Meðalforgjöfin í mótinu er +0.3 og meðaldur keppenda er 24,3 ár. Elsti keppandinn er 55 ára og sá yngsti er 14 ára.

Keppendur á Íslandsmótinu í holukeppni 2024 í karlaflokki, raðað eftir forgjöf, lægsta til hæsta.

NafnAldurKlúbburForgjöf
Logi Sigurðsson22Golfklúbbur Suðurnesja+4.5
Kristján Þór Einarsson36Golfklúbbur Mosfellsbæjar+4.0
Aron Snær Júlíusson28Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+3.9
Aron Emil Gunnarsson23Golfklúbbur Selfoss+3.9
Sigurður Bjarki Blumenstein23Golfklúbbur Reykjavíkur+3.5
Daníel Ingi Sigurjónsson26Golfklúbbur Vestmannaeyja+3.4
Ingi Þór Ólafson23Golfklúbbur Mosfellsbæjar+3.4
Böðvar Bragi Pálsson21Golfklúbbur Reykjavíkur+3.4
Kristófer Orri Þórðarson27Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+3.3
Daníel Ísak Steinarsson24Golfklúbburinn Keilir+3.3
Veigar Heiðarsson18Golfklúbbur Akureyrar+3.3
Tómas Eiríksson Hjaltested22Golfklúbbur Reykjavíkur+3.2
Birgir Björn Magnússon27Golfklúbburinn Keilir+2.9
Hákon Örn Magnússon26Golfklúbbur Reykjavíkur+2.6
Kristófer Karl Karlsson23Golfklúbbur Mosfellsbæjar+2.1
Jóhannes Guðmundsson26Golfklúbbur Reykjavíkur+1.9
Svanberg Addi Stefánsson22Golfklúbburinn Keilir+1.8
Björn Óskar Guðjónsson27Golfklúbbur Mosfellsbæjar+1.5
Hjalti Hlíðberg Jónasson22Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+1.5
Guðjón Frans Halldórsson17Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+1.5
Einar Bjarni Helgason26Golfklúbburinn Setberg+1.4
Pétur Sigurdór Pálsson22Golfklúbbur Selfoss+1.4
Andri Már Óskarsson33Golfklúbbur Selfoss+1.3
Sveinn Andri Sigurpálsson21Golfklúbbur Suðurnesja+1.2
Róbert Leó Arnórsson20Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+1.2
Björn Viktor Viktorsson21Golfklúbbur Reykjavíkur+1.1
Ólafur Marel Árnason22Nesklúbburinn+1.0
Arnór Tjörvi Þórsson22Golfklúbbur Reykjavíkur+0.8
Hjalti Pálmason55Golfklúbbur Mosfellsbæjar+0.7
Elvar Már Kristinsson24Golfklúbbur Reykjavíkur+0.7
Jóhann Frank Halldórsson20Golfklúbbur Reykjavíkur+0.6
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson49Golfklúbbur Suðurnesja+0.5
Pétur Þór Jaidee35Golfklúbbur Suðurnesja+0.4
Breki Gunnarsson Arndal21Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+0.4
Dagur Fannar Ólafsson20Golfklúbbur Reykjavíkur+0.1
Atli Már Grétarsson26Golfklúbburinn Setberg0.0
Jón Karlsson55Golfklúbbur Reykjavíkur0.1
Lárus Garðar Long25Golfklúbbur Vestmannaeyja0.1
Sigurþór Jónsson43Golfklúbburinn Keilir0.2
Andri Már Guðmundsson23Golfklúbbur Mosfellsbæjar0.2
Bjarni Freyr Valgeirsson23Golfklúbbur Reykjavíkur0.2
Arnór Daði Rafnsson22Golfklúbbur Mosfellsbæjar0.2
Lárus Ingi Antonsson22Golfklúbbur Akureyrar0.3
Heiðar Snær Bjarnason20Golfklúbbur Selfoss0.3
Óskar Páll Valsson20Golfklúbbur Akureyrar0.3
Páll Birkir Reynisson24Golfklúbbur Reykjavíkur0.8
Bjarki Snær Halldórsson22Golfklúbburinn Keilir0.8
Víðir Steinar Tómasson27Golfklúbbur Akureyrar0.9
Bragi Arnarson27Golfklúbbur Reykjavíkur1.0
Mikael Máni Sigurðsson21Golfklúbbur Akureyrar1.0
Róbert Karl Segatta26Golfklúbburinn Keilir1.1
Ragnar Már Ríkarðsson24Golfklúbbur Mosfellsbæjar1.1
Birkir Blær Gíslason21Nesklúbburinn1.1
Máni Páll Eiríksson23Golfklúbbur Selfoss1.2
Tristan Freyr Traustason18Golfklúbburinn Leynir1.2
Róbert Smári Jónsson26Golfklúbbur Suðurnesja1.3
Arnór Már Atlason20Golfklúbbur Reykjavíkur1.4
Heiðar Steinn Gíslason18Nesklúbburinn1.4
Jón Eysteinsson18Golfklúbbur Reykjavíkur1.7
Halldór Viðar Gunnarsson19Golfklúbbur Reykjavíkur1.9
Guðmundur Snær Elíasson18Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2.0
Jóhannes Sturluson20Golfklúbbur Reykjavíkur2.2
Kristian Óskar Sveinbjörnsson20Golfklúbbur Mosfellsbæjar2.3
Birkir Þór Baldursson27Golfklúbburinn Leynir2.5
Kári Kristvinsson19Golfklúbburinn Leynir2.5
Þorsteinn Brimar Þorsteinsson20Golfklúbbur Reykjavíkur2.7
Hjalti Kristján Hjaltason14Golfklúbbur Mosfellsbæjar2.8
Stefán Þór Hallgrímsson37Golfklúbbur Mosfellsbæjar2.9
Orri Snær Jónsson23Nesklúbburinn3.0
Guðlaugur Þór Þórðarson16Golfklúbburinn Leynir3.6
Aron Ingi Hákonarson21Golfklúbbur Mosfellsbæjar4.0
Tryggvi Jónsson16Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar5.2

Alls hafa 26 leikmenn fagnað þessum titli í karlaflokki frá árinu 1988 þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fyrst fram.

Birgir Leifur Hafþórsson er sigursælastur með alls fjóra titla 1994, 1996, 2004 og 2010. Björgvin Sigurbergsson er með þrjá titla, 1992, 1998 og 200.

Sex leikmenn hafa sigrað tvívegis, Úlfar Jónsson (1988 og 1993), Haraldur Heimisson (2001 og 2003), Ottó Sigurðsson (2005 og 2007), Kristján Þór Einarsson (2009 og 2014), Axel Bóasson (2015 og 2020) og Rúnar Arnórsson (2019 og 2020). Rúnar er sá eini sem hefur náð að verja titilinn í karlaflokki í þau 36 skipti sem mótið hefur farið fram.

ÁrNafnKlúbburFjöldi titlaStaðsetning
1988Úlfar JónssonGK1Hólmsvöllur, GS
1989Sigurður PéturssonGR1Grafarholtsvöllur, GR
1990Sigurjón ArnarssonGR1Hvaleyrarvöllur, GK
1991Jón KarlssonGR1Strandarvöllur, GHR
1992Björgvin SigurbergssonGK1Hólmsvöllur, GS
1993Úlfar JónssonGK2Hvaleyrarvöllur, GK
1994Birgir Leifur HafþórssonGL1Strandarvöllur, GHR
1995Örn ArnarsonGA1Grafarholtsvöllur, GR
1996Birgir Leifur HafþórssonGL2Hólmsvöllur, GS
1997Þorsteinn HallgrímssonGV1Hvaleyrarvöllur, GK
1998Björgvin SigurbergssonGK2Grafarholtsvöllur, GR
1999Helgi ÞórissonGS1Hólmsvöllur, GS
2000Björgvin SigurbergssonGK3Strandarvöllur, GHR
2001Haraldur HeimissonGR1Garðavöllur, GL
2002Guðmundur I. EinarssonGR1Hvaleyrarvöllur, GK
2003Haraldur HeimissonGR2Hólmsvöllur, GS
2004Birgir Leifur HafþórssonGKG3Grafarholtsvöllur, GR
2005Ottó SigurðssonGKG1Hvaleyrarvöllur, GK
2006Örn Ævar HjartarsonGS1Grafarholtsvöllur, GR
2007Ottó SigurðssonGKG2Urriðavöllur, GO
2008Hlynur Geir HjartarsonGK1Korpúlfsstaðavöllur, GR
2009Kristján Þór EinarssonGM1Kiðjabergsvöllur, GBR
2010Birgir Leifur HafþórssonGKG2Garðavöllur, GL
2011Arnór Ingi FinnbjörnssonGR1Strandarvöllur, GHR
2012Haraldur Franklín MagnúsGR1Leirdalsvöllur, GKG
2013Guðmundur Ágúst KristjánssonGR1Hamarsvöllur, GB
2014Kristján Þór EinarssonGM2Hvaleyrarvöllur, GK
2015Axel BóassonGM1Jaðarsvöllur, GA
2016Gísli SveinbergssonGK1Hólmsvöllur, GS
2017Egill Ragnar GunnarssonGKG1Vestmannaeyjavöllur, GV
2018Rúnar ArnórssonGK1Hólmsvöllur, GS
2019Rúnar ArnórssonGK2Garðavöllur, GL
2020Axel BóassonGK2Jaðarsvöllur, GA
2021Sverrir HaraldssonGM1Þorláksvöllur, GÞ
2022Sigurður Bjarki BlumensteinGR1Hlíðavöllur, GM
2023Aron Snær JúlíussonGKG1Hamarsvöllur, GB
2024Logi SigurðssonGS1Garðavöllur, GL

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ