Auglýsing

– Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson þekkir hverja þúfu á Vestmannaeyjavelli

Þorsteinn varð Íslandsmeistari árið 1993 og hann varð í öðru sæti þegar mótið fór fram í Eyjum árið 1996. Golf á Íslandi fékk hinn þaulreynda golfsérfræðing til að fara yfir þær holur í Vestmanneyjum sem eru líklegar til þess að hafa áhrif á úrslit mótsins. Þorsteinn valdi fimm holur sem hann telur að verði lykilholur á Íslandsmótinu 2018.

  1. brautin:

„Það er búið að lengja 6. brautina töluvert af hvítum teigum. Þá er teighöggið mun erfiðara en áður. Hægra megin eru vallarmörk alla leið frá teig og inn að flöt – og hóllinn sem er vinstra megin í brautinni er kominn miklu meira í leik en áður eftir þessa breytingu. Ef það verður SV-átt og vindurinn blæs þvert á brautina frá vinstri til hægri, inn í Herjólfsdalinn, er ekki mikið svæði til að vinna með vinstra megin. Það þarf gríðarlega langt teighögg til að komast yfir hólinn, líklega um 240 metra á flugi. Þessi breyting gjörbreytir brautinni. Mikið landslag er í flötinni og 10 metra pútt sem er fyrir ofan holuna getur vel endað með þrípútti.“
7. brautin:

„Nýr teigur á þessari par 3 holu, það er auðvelt að missa högg hérna. Af hvíta teignum er brautin um 200 metra löng, um 20 metrum lengri en áður. Persónulega finnst mér þessi breyting ekki sérstaklega góð því flötin er nógu erfið – örmjó og hættur beggja vegna við hana. Þessi hola er ein af lykilholunum á Íslandsmótinu 2018.“

 

  1. brautin:

„Að mínu mati er þetta ein erfiðasta hola landsins og þá sérstaklega ef aðstæður eru erfiðar. Hér á margt eftir að gerast. Leikskipulagið þarf að vera í lagi hjá kylfingunum þegar þeir velja hvert þeir ætla að slá í upphafshögginu. Viltu sækja í teighögginu og eiga einfaldara högg inn á, eða viltu leggja upp í brekkuna á brautinni og eiga aðeins erfiðara innáhögg eftir? Þessi braut mun hafa mikil áhrif á niðurstöðu mótsins.“


16. brautin:

„Árið 2008 gerðist margt á þessum teig sem hafði áhrif á úrslit mótsins. Það fyrsta sem ber að varast er að vindurinn getur blekkt kylfinga á teignum. Margir slá of langt og fara út fyrir vallarmörkin hægra megin við 18. brautina. Vindur sem virkar sem hliðarvindur frá hægri til vinstri á teignum á 16. getur blekkt mann. Maður er í raun að slá undan vindinum sem hefur tekið hringinn í Dalnum. Ef teighöggið heppnast vel eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Að slá inn á í öðru högginu eða leggja upp fyrir framan tjörnina í öðru högginu. Mér finnst betra að leggja upp, það er nóg pláss til að vinna með hægra megin við tjörnina. Flötin er erfið og þá sérstaklega ef það þarf að pútta niður hallann. Hér getur allt gerst.“

  1. brautin:
    „Það er mikilvægt að skoða aðstæður vel á teignum á 17. braut. Ef það blæs mikið þá þarf að skoða hvernig flöggin eru á öllum þremur flötunum sem sjást frá teignum. Það kemur oft fyrir að flöggin á 7. og 17. braut vísa hvort í sína áttina þrátt fyrir að það séu bara 40-50 metrar á milli þessara staða. Þá er gott að taka eina æfingasveiflu og bíða eftir því að flöggin vísi í sömu áttina, þá veistu hvert vindurinn blæs. Þetta teighögg, undir pressu, á lokahring Íslandsmótsins er ekki létt. Ég veit það sjálfur og hér getur allt gerst.“


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ