Golfsamband Íslands

Magnús sló draumahöggið af 300 metra færi

Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Jökli Ólafsvík gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 1. brautinni á Grafarholtsvelli í dag. Magnús sló boltann ofaní holuna á 1. braut í upphafshögginu en brautin er par 4 og um 300 metra löng. Magnús er á meðal keppenda á Securitasmótinu sem er lokamót Eimskipsmótaraðarinnar 2016. Hér fyrir neðan er myndasyrpa frá því þegar Magnús sló þetta eftirminnilega högg og myndirnar segja allt sem segja þarf.

_MG_2740
Magnús horfir hér á eftir boltanu á 1 teig í dag Myndsethgolfis
Hlynur Geir Hjartarson úr GOS fagnar hér með Magnúsi þegar ljóst var að boltinn fór ofaní holuna á 1 teig Myndsethgolfis
Haraldur Franklín horfir hér á boltann fara ofaní á 1 flötinni Myndsethgolfis
Hlynur Geir Hjartarson horfir hér á eftir boltanum hjá Magnúsi og trúir varla sínum eigin augum Myndsethgolfis
Jóhann Pétur Guðjónsson í GB ferðum fagnar hér með Magnúsi á 1 teig Myndsethgolfis
Ertu ekki að djóka Liam Robinson frá Englandi trúir varla sínum eigin augum þegar hann horfir á eftir högginu hjá Magnúsi Myndsethgolfis
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Liam Robertsson fagna hér með Magnúsi Myndsdthgolfis
Böðvar og Dagbjartur fylgjast grannt með högginu hjá Magnúsi Myndsethgolfis
Exit mobile version