Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og Golfsamband Íslands efna til málþings um stuðning foreldra í golfiðkun barna. Málþingið fer fram fimmtudaginn 16. maí kl. 12:15-13:15 í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík.
Fyrirlesarar eru Sveinn Þorgeirsson, íþróttafræðingur og háskólakennari við íþróttafræðideild HR og Ólafur Björn Loftsson, landsliðsþjálfari og afreksstjóri Golfsamband Íslands.
Rætt verður um stuðningshlutverk foreldra á mismunandi aldurs- og getustigum barnsins.
Foreldrar fá góð ráð hvernig þau geta stutt sem allra best við barnið sitt í golfi frá unga aldri og fram á fullorðinsárin.
Málþingið er öllum opið.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
