Golfsamband Íslands

María Björk og Böðvar Bragi sigurvegarar á Heimslistamótinu á Garðavelli á Akranesi

Annað mót tímabilsins á Heimslistamótaröðinni fór fram á Garðavelli á Akranesi dagana 12.-13. og var Golfklúbburinn Leynir framkvæmdaraðili mótsins. María Björk Pálsdóttir, GKG og
Böðvar Bragi Pálsson, GR stóðu uppi sem sigurvegarar á mótinu.

Heimslistamótaröðin er ætlað þeim kylfingum sem vilja bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga. Alls tóku 26 keppendur þátt, þar af 6 konur. Leiknar voru 36 holur laugardaginn 12. september við nokkuð krefjandi aðstæður á Garðavelli og lokahringurinn fór fram sunnudaginn 13. september við betri aðstæður.

Böðvar Bragi Pálsson, GR sigraði í karlaflokki en hann lék samtals á 2 höggum undir pari. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, var fjórum höggum frá efsta sætinu og Ingi Þór Ólafson, GM varð þriðji á +4 samtals.

Böðvar Bragi lagði grunninn að sigrinum á öðrum keppnishringnum síðdegis á laugardag. Þar lék hann á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Hann var einu höggi frá vallarmetinu sem er 65 högg – en það setti Kristján Þór Einarsson, GM, á stigamótaröð GSí árið 2016. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, var nálægt því að jafna vallarmetið á lokahringnum þegar hann lék á 66 höggum líkt og Böðvar Bragi.

María Björk Pálsdóttir, GKG, var með nokkra yfirburði í kvennaflokknum, þar sem hún sigraði með sjö högga mun. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, varð önnur og Bjarney Ósk Harðardóttir, GR varð þriðja.

María Björk lék hringina þrjá á +23 höggum yfir pari en Arna Rún lék á +30 höggum yfir pari vallar.

<strong>Frá vinstri Arna Rún María Björk og Bjarney MyndGL<strong>
<strong>Frá vinstri Egill Gunnar Böðvar Bragi Ingi Þór MyndGL <strong>

Lokamótið á Heimslistamótaröðinni fer fram helgina 25.-26. september hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Nánar um mótið hér:

Exit mobile version