Golfsamband Íslands

María Björk og Kristófer Karl Íslandsmeistarar í holukeppni 2020 í flokki 19-21 árs

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 14.-16. ágúst.

María Björk Pálsdóttir, GKG, og Kristófer Karl Karlsson, GM, eru Íslandsmeistarar 2020 í flokki 19-21 árs í holukeppni.

Kristófer Karl sigraði Aron Emil Gunnarsson úr GOS í úrslitaleiknum, 2/1. Daníel Ísak Steinarsson, GK, sigraði Inga Þór Ólafson, GM, í leiknum um þriðja sætið.

María Björk sigraði Ingu Lilju Hilmarsdóttur, GK, 5/4, í úrslitaleiknum. Íris Lorange Káradóttir, GK, sigraði Jónu Karen Þorbjörnsdóttur, GK, 3/2 í leiknum um þriðja sætið.

Undanúrslit.

Kristófer Karl Karlsson – Ingi Þór Ólafson
*Kristófer Karl sigraði.
Aron Emil Gunnarsson – Daníel Ísak Steinarsson
*Aron Emil sigraði.

María Björk Pálsdóttir – Íris Lorange Káradóttir
María björk sigraði.
Inga Lilja Hilmarsdóttir – Jóna Karen Þorbjörnsdóttir
*Inga Lilja sigraði.

Skor, úrslit og rástímar – smelltu hér:

Myndir frá mótinu eru hér:

<strong>Kristófer Karl Karlsson GM MyndGSÍ<strong>
<strong>María Björk Pálsdóttir GKG MyndGSÍ<strong>
<strong>Daníel Ísak Kristófer Karl Aron Emil MyndGSÍ<strong>
Exit mobile version