Markús Marelsson, GK, leikur í dag í 16-manna úrslitum á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Markús sigraði Albin Ivarsson frá Svíþjóð í morgun í 32-manna úrslitum. Skúli Gunnar Ágústsson, GK, tapaði naumlega á fyrstu holu í bráðabana gegn Svíanum Edwin Sjödin.
Markús keppir gegn Daniel Hayes frá Englandi og er leikurinn í gangi þessa stundina. Hægt er að fylgjast með stöðunni í hlekknum hér fyrir neðan.
Smelltu hér fyrir stöðunan í holukeppni pilta:
Leikið er á tveimur völlum við borgina Leeds á Englandi.
Alls taka 288 keppendur þátt á þessu móti, 144 í stúlknaflokki og 144 í piltaflokki.
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur – og komast 64 efstu í holukeppnina sem tekur við eftir höggleikskeppnina.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppti í stúlknaflokki en komst ekki áfram eftir höggleikinn og Veigar Heiðarsson, GA komst í 64 manna úrslit en féll þar úr leik.
Smelltu hér fyrir stöðuna í holukeppni stúlkna:
Smelltu hér fyrir rástíma og stöðu í piltaflokki:
3. keppnisdagur:
Skúli Gunnar sigraði á 19. holu í bráðabana í viðureign sinni gegn Jorge Siyuan Hao frá Spáni í 64-manna úrslitum í miklum spennuleik. Skúli Gunnar keppir gegn Svíanum Edwin Sjödin í 32-manna úrslitum fimmtudaginn 15. ágúst.
Markús lék gegn Skotanum Robby Turnbull í 64 manna úrslitum og sá leikur fór einnig í bráðabana þar sem að Markús tryggði sér sigur á 1. holu bráðbanans eða 19. holunni. Albin Ivarsson frá Svíþjóð verður mótherji hans í 32-manna úrslitum fimmtudaginn 15. ágúst.
Smelltu hér fyrir rástíma og stöðu í stúlknaflokki:
2. keppnisdagur:
Skúli Gunnar, Veigar og Markús komust áfram í 64 manna úrslitin. Veigar og Skúli Gunnar léku hringina tvo á pari vallar samtals., Veigar á (72-70) og Skúli Gunnar á (70-72). Markús lék á 1 höggi yfir pari samtals (70-73). Þeir eru allir á meðal 15 efstu þegar þetta er skrifað en 64 efstu komast áfram í holukeppnina.
Perla Sól lék hringina tvo á +11 samtals (80-75) og var hún í 91. sæti þegar þetta er skrifað og var hún 3-4 höggum frá því að komast inn í 64 manna úrslitin.




1. keppnisdagur:
Skúli Gunnar og Markús eru jafnir í 5.-12. sæti á einu höggi undir pari vallar. Besta skorið er -3. Veigar er á +1 og er hann í 19.-25. sæti. Perla Sól lék á +8 á fyrsta hringnum og er hún 104. sæti og er hún þremur höggum frá 64. sætinu sem tryggir sæti í holukeppninni.

