Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Markús Marelsson sigraði í dag á Global Junior golfmóti sem fram fór á Lübker golfsvæðinu í Danmörku.
Markús, sem er búsettur í Danmörku, var í sérflokki á þessu móti en hann sigraði með 9 högg mun.
GK-ingurinn lék hringina þrjá á 75-71-74 eða 4 höggum yfir pari samtals.
Global Junior mótaröðin telur til stiga á heimslista áhugakylfinga.
Smelltu hér fyrir lokastöðuna:
