Mati Carbon Par á kolefnisbúskap golfvalla innan Golfsambands Íslands miðar vel.
Kortlagningu allra svæðanna, sem er liður í matinu, er nýlokið og fá aðildarfélög GSÍ fljótlega send drög að vallarkortunum til rýni. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Carbon Par.
Alls rekur golfhreyfingin á Íslandi 61 vallarsvæði. Langflest svæði hafa 9 holur, eða 42. Fimmtán svæði hafa átján holur og þrjú til viðbótar hafa 27 holur. Einn völlur hefur tólf holur.
Hér er eingöngu átt við fjölda brauta á aðalvöllum golfklúbbanna og aðra minni velli þeirra sem fengið hafa vallarmat.
Athygli vekur að allir golfvellir innan GSÍ hafa nú a.m.k. níu holur.
Á meðfylgjandi mynd má sjá dreifingu golfvallasvæðanna um landið, sundurliðuð eftir holufjölda.

Carbon Par er rannsóknar- og nýsköpunarverkefni í eigu íslenska fyrirtækisins Eureka Golf, sem unnið er í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og nýtur fjárhagslegs stuðnings frá bæði innlendum og erlendum aðilum, ásamt eigin framlagi verkefniseiganda. Í því er metinn kolefnisforði allra golfvalla innan vébanda Golfsambands Íslands.