Auglýsing

Alls eru 67 karlar og 17 konur skráðir til leiks Nettómótið sem hefst á morgun á Hólmsvelli í Leiru og er það fyrsta mót ársins á Eimskipsmótaröðinni.  Haraldur Franklín Magnús, GR, er með lægstu forgjöfina á mótinu eða -2,4 en hann fer út í fyrsta ráshópnum í fyrramálið kl. 7.00. Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Gísli Sveinbergsson úr GK eru með Haraldi í fyrsta ráshóp.

Í kvennaflokknum er Sunna Víðisdóttir úr GR með lægstu forgjöfina eða -1,6. Fyrsti ráshópurinn í kvennaflokknum fer einnig út kl. 7.00 á Hólmsvelli í Leiru en ræst er út á 1. og 10. teig.

Leiknar verða 36 holur á morgun, laugardag, og 18 á sunnudag. Líkt og áður verður skor keppenda uppfært á 3ja holu fresti á öllum mótum sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Skor keppenda er skráð af sjálfboðaliðum viðkomandi klúbba sem halda mótin í IPAD.

Meðalforgjöfin í karlaflokknum er 2,3 en 3,9 í kvennaflokknum og samtals er meðalforgjöf keppenda 2,6. Ef miðað er við tvö síðustu ár þá var meðalforgjöfin á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni árið 202 3,1 og árið 2013 var meðaforgjöfin 3,0.

Alls eru tíu kylfingar í karlaflokki með forgjöf undir 0. Þeir eru; Haraldur Franklín Magnús, GR (-2,4), Andri Þór Björnsson, GR (-1,9), Ragnar Már Garðarsson, GKG (-1,7), Kristján Þór Einarsson GKj., (-1,4), Gísli Sveinbergsson, GK (-1,2), Rúnar Arnórsson, GK (-1,0), Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (-0,6), Bjarki Pétursson, GB (-0,3), Örvar Samúelsson , GA (-0,2),  Arnar Snær Hákonarson, GR (-0,1).

Eins og áður segir er Sunna Víðisdóttir úr GR forgjafarlægst í kvennaflokknum með -1,6,  Berglind Björnsdóttir, GR kemur þar næst með (0,1), Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (0,2), Karen Guðnadóttir, GS (0,6), Signý Arnórsdóttir, GK (1,2) og Anna Sólveig Snorradóttir, GK (1,7).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ