Site icon Golfsamband Íslands

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Valdísi í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn Terre Blanche mótinu sem fram fór á samnefndum velli í Frakklandi um helgina. Valdís glímdi við meiðsli í öxl sem gerðu henni erfitt fyrir á þessu móti. Valdís útskýrði stöðu mála í ítarlegri færslu á fésbókarsíðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan.

Valdís lék á +8 á fyrsta hringnum eða 80 höggum en hún bætti sig um átta högg á öðrum hringnum sem hún lék á pari vallar eða 72 höggum. Samtals var hún því á +8 en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Mótið var hluti af LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í kvennaflokki í Evrópu. Næsta verkefni hjá Valdísi er í Marokkó um miðjan apríl á sjálfri LET Evrópumótaröðinni sem er sterkasta mótaröð Evrópu. Hún mun leika á tveimur mótum í röð á LET en eftir mótið í Marokkó er mót á Spáni.

Lokastaðan á Terre Blanche mótinu í Frakklandi: 

 

Exit mobile version