Site icon Golfsamband Íslands

Metfjöldi kvenna tekur þátt á Íslandsmótinu í golfi 2024

Frá Íslandsmótinu á Urriðavelli 2023. Andrea Bergsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Mikill áhugi er hjá keppendum á Íslandsmótinu í golfi og fjöldi kvenna hefur aldrei verið meiri.

Alls verða 57 konur á meðal keppenda og 96 karlar, en Íslandsmótið hefst fimmtudaginn 18. júlí á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Undankeppni fer fram í dag þar sem að 35 kylfingar keppa um 4 laus sæti á Íslandsmótinu.

Hlutfall kvenna er 37% í mótinu í ár – en meðaltalið frá árinu 2001 er 20%.

Þegar Íslandsmótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru síðast, eða árið 2011, voru 26 konur sem tóku þátt.

Árið 2022 fór heildarfjöldi kvenna á Íslandsmótinu í golfi í fyrsta sinn yfir 40 keppendur en þá tóku 44 konur þátt sem er 29% hlutfall. Í fyrra á Urriðavelli var heildarfjöldi kvenna 48 eða 31%, og í ár fer heildarfjöldinn í fyrsta sinn yfir 50 en 57 konur taka þátt – sem er 37% hlutfall.

Hlutfall kvenna í golfíþróttinni á Íslandi er 38%.

Hér fyrir neðan má sjá heildarfjölda keppenda á Íslandsmótinu í golfi frá árinu 2001.

ÁrKlúbburVöllurKarlarKonurSamtalsHlutfall karlarHlutfall konur
2001GRGrafarholt1271914687%13%
2002GHRStrandarvöllur1292215185%15%
2003GVVestmannaeyjavöllur941611085%15%
2004GLGarðavöllur891710684%16%
2005GSHólmsvöllur í Leiru1112613781%19%
2006GOUriðavöllur1091412389%11%
2007GKHvaleyrarvöllur1262214885%15%
2008GVVestmannaeyjar1031611987%13%
2009GRGrafarholt1262915581%19%
2010GKBKiðjabergsvöllur1211713888%12%
2011GSHólmsvöllur í Leiru1112413582%18%
2012GHStrandarvöllur1232815181%19%
2013GRKorpuvöllur1142513982%18%
2014GKGLeirdalur1063313976%24%
2015GLGarðavöllur1202214285%15%
2016GAJaðarsvöllur1073113878%22%
2017GKHvaleyrarvöllur1122914179%21%
2018GVVestmannaeyjavöllur993113076%24%
2019GRGrafarholt1143615076%24%
2020GMHlíðavöllur1173415177%23%
2021GAJaðarsvöllur1163415077%23%
2022GVVestmannaeyjavöllur1084415271%29%
2023GOUrriðavöllur1054815369%31%
2024GSHólmsvöllur í Leiru965715363%37%
Meðaltal1122813980%20%
Exit mobile version