Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Formannafundur GSÍ 2018 fer fram í dag í Grindavík. Í skýrslu stjórnar GSÍ kemur m.a. að kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Alls eru 17.165 skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 150 kylfinga frá í fyrra.

Stærð íþróttasambanda innan ÍSÍ, eftir fjölda iðkenda. Knattspyrnusambandið er stærst með tæplega 23.000 félaga, en næst kemur Golfsambandið með um rúmlega 17.000 félaga.

Eftirspurnin í golf á síðustu 18 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega átta þúsund og því nær tvöfaldast á þessu tímabili. Á árunum 2000 til 2005 má segja að árlega hafi fjölgun kylfinga verið um 12%, en síðustu fimm ár hefur aukningin verið að meðaltali um 1%.

Gallup framkvæmir árlega neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að um 55.000 Íslendingar fara í golf a.m.k. einu sinni á ári. Það má því segja að áætlaður fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en þeir sem eru skráðir í klúbba.

Árskýrslu GSÍ fyrir árið 2018 má nálgast hér:


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ