Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Þann 1. júlí 2023 voru 24.201 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið.
Þetta er aukning um tæplega 1000 kylfinga frá því í fyrra eða sem nemur 4% aukningu. Þetta er í fyrsta sinn sem heildarfjöldi félagsmanna fer yfir 24.000.
Kylfingum sem eru 15 ára og yngri fækkar á milli ára en í aldurshópnum 30-39 ára var aukningin um 13%. Í aldurshópnum 70-79 ára var 8% aukning og sömu sögu er að segja af aldurshópnum 80 ára og eldri.
Eftirspurnin í golf á síðustu tvo áratugi hefur verið gríðarleg. Árið 2000 voru 8.500 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins.
Árið 2000 voru 8.500 félagsmenn skráðir í golfklúbba landsins. Á síðustu 23 árum hefur félagsmönnum í golfklúbbum landsins fjölgað um rúmlega 15.700 eða sem nemur 185%.
Golfsambandið er næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með rúmlega 24.000 félaga en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 félaga.
Fjölmennustu sérsamböndin eru:
Knattspyrnusamband Íslands (28.400).
Golfsamband Íslands (24.200).
Fimleikasamband Íslands (15.400).
Landssamband Hestamanna (12.500).
Körfuknattleikssamband Íslands (8.700).
Handknattleikssamband Íslands (7.900).
Skotíþróttasamband Íslands (6.200).
Badmintonsamband Íslands (4.800).
Sundsamband Íslands (3.800)
Frjálsíþróttasamband Íslands (3.600)
Árið 2019 eða fyrir fimm árum voru tæplega 17.900 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins – og hefur þeim fjölgað um tæplega 6.400 á síðustu fimm árum – sem er 35% aukning.
Hér fyrir neðan eru ýmsar tölulegar upplýsingar.