Fyrri undankeppni Landsmótsins í golfhermum lauk á sunnudag og kom þá í ljós hvaða keppendur
halda áfram í seinni undankeppnina. Metþátttaka var í mótinu í ár en alls hófu 230 karlar keppni og 38 konur. Er þetta í samræmivið þær auknu vinsældir sem golfhermar hafa skapað sér á undanförnum árum, enda frábær leið til að iðka og æfa golf yfir vetrartímann.
Fyrri undankeppnin fór fram í Trackman VG3 Keilisvellinum en besta skor í kvennaflokki áttu
Eva Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir en þær léku allar á
66 höggum, sex undir pari. Komust 25 áfram í seinni undankeppnina og þurfti 82 högg til að
komast í gegnum niðurskurðinn.
Í karlaflokki lék Skúli Ágústsson stórkostlegt golf og kom inn á 61 höggi, 11 undir pari!
Það þurfti 71 högg til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Sjá úrslit hér í kvennaflokki.
Sjá úrslit hér í karlaflokki.
Skor úr fyrri undankeppni gilda ekki í þeirri seinni.
Keppendur hafa til og með 20. apríl til að taka þátt í seinni undankeppninni. Efstu 8 karlar og
efstu 8 konur komast í úrslitakeppnina, Landsmótið í golfhermum, sem haldið verður 25.
apríl 2025 í Íþróttamiðstöð GKG. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan
árangur þeirra sem halda áfram gilda seinni 9, síðan seinustu 6, loks seinustu 3 og svo 1. Ef
enn er jafnt skal varpa hlutkesti.“
Sýnt verður frá úrslitakeppninni í beinni útsendingu.
Í seinni undankeppninni og í úrslitakeppninni verður leikið á hinum fræga golfvelli Le Golf
National í París, en margir stórir golf viðburðir hafa verið haldnir þar, s.s. Ólympíuleikarnir í
golfi, Ryder Cup, Heimsmeistaramót áhugamanna og Opna franska mótið. Karlar leika völlinn af svörtum teigum, 6650 metrar og konur af bláum teigum, 5246 metrar. Þetta er í fjórða sinn sem Landsmót í golfhermum fer fram. Mótið hefur heppnast afar vel síðustu ár en sýnt er frá úrslitakeppninni í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Landsmótið er mót sem GSÍ styður við sem hluta af öðru mótahaldi sambandsins en GKG er
framkvæmdaraðili mótsins.
Landsmótsmeistarar í golfhermum frá upphafi:
Ár | Konur | Karlar |
2024 | Sara Kristinsdóttir, GM | Sigurður Arnar Garðarsson, GKG |
2023 | Saga Traustadóttir, GKG | Sigurður Arnar Garðarsson, GKG |
2022 | Saga Traustadóttir, GKG | Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG |
Keppnisskilmálar fyrir seinni undankeppni Landsmótsins í golfhermum
Keppnisfyrirkomulag
Leikinn er höggleikur án forgjafar í karla- og kvennaflokki.
Tvær undankeppnir fyrir Landsmótið verða haldnar, 18 holur hvor undankeppni.
Dagsetningar
Fyrri undankeppni fer fram 27. janúar til 16. mars og komast 48 efstu karlar og 24 efstu
konur í seinni undankeppnina sem haldin verður 17. mars til 20. apríl 2025. Ef leikmenn eru
á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram skulu þeir
báðir/allir halda áfram.
Hægt er að taka þátt í undankeppnum hvar sem eru TrackMan golfhermar, með þeim
möguleika að pútta. Stillingar mótsins tryggja að vallaraðstæður séu eins hvar sem leikið er.
Efstu 8 karlar og efstu 8 konur komast í úrslitakeppnina, Landsmótið, sem haldið verður 25.
apríl 2025 í Íþróttamiðstöð GKG. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan
árangur þeirra sem halda áfram gilda seinni 9, síðan seinustu 6, loks seinustu 3 og svo 1. Ef
enn er jafnt skal varpa hlutkesti.
Skor úr undankeppnum fylgja ekki yfir í úrslitakeppnina.
Leiknar eru 36 holur til úrslita um titilinn Landsmeistari í golfhermum.
Ef leikmenn eru að jafnir í efsta sæti skal leikinn bráðabani þangað til úrslit nást. Ekki skal
leikinn bráðabani ef jafnt er í öðrum sætum.
Vallaruppsetning
Seinni undankeppnin verður haldin á Trackman VG3 Le Golf National.
Stillingar í seinni undankeppni eru: Brautir og flatir eru stilltar á medium mýkt og miðlungs
hraða (flatir 9 fet á Stimp). Holustaðsetningar eru difficult. Enginn vindur. Pútt eru hluti af
leiknum og hermir því stilltur á Manual pútt. Hermir gefur pútt innan við 2,4 metra.
Kvennaflokkur leikur Le Golf National af svörtum teigum 6650 m og kvennaflokkur af bláum
teigum 5246 m.
Sérregla
Í þeim tilvikum sem TrackMan bætir við höggi vegna tæknilegra orsaka (t.d. ef hermir telur
högg þó um æfingasveiflu sé að ræða), þá er heimilt að velja mulligan og endurtaka höggið.
Kerfið skráir að leikmaður hafi tekið mulligan, og mun mótsstjórn skoða þau tilfelli sem slíkt
er valið. Ef leikmaður hefur valið mulligan án þess að hafa gilda ástæðu til þess, fær
viðkomandi frávísun úr mótinu.
Mótsstjórn mun skera úr um öll tæknileg tilfelli sem koma upp meðan á leik stendur.
Verðlaun eftir úrslitakeppni 25. apríl:
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki auk þess sem sigurvegarar fá
farandbikar.
- sæti: 130.000 kr.
- sæti: 50.000 kr.
- sæti: 30.000 kr.
Mótsstjórn
Úlfar Jónsson, Sigmundur Einar Másson, Brynjar Geirsson.
Hafið samband við Úlfar ulfar@gkg.is ef spurningar vakna.