Mikil gróska í nýliðastarfi Golfklúbbs Akureyrar

11. brautin á Jaðarsvelli er sýnd veiði en ekki gefin. Hér eru kylfingar á hinu árlega Arctic Open að slá upphafshögg sín. Mynd/Auðunn

Það er mikil gróska í nýliðastarfinu hjá Golfklúbbi Akureyrar. Á heimasíðu GA kemur fram að um 60 nýliðar séu skráðir á námskeið sem fram fara í Golfhöllinni á Akureyri næstu fimm vikurnar.

Alls verða þrír nýliðahópar í gangi og segir í frétt GA að þessi þróun sé gríðarlega jákvæð. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Sturla Höskuldsson sjá um þessi námskeið.

Nánar á heimasíðu GA.

(Visited 364 times, 1 visits today)